Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 65
Aldrei gerði Kristur sálu Þórelfi, vorri móður . . . táknmynd/táknmið sem franski sálgreinandinn Jacques Lacan fékk að láni frá mál- vísindum og notar mjög mikið, vísast t.d. til Hugtaka og heita í bókmenntafræði: Táknfræði, bls. 279, Mál og menning, Rvk. 1983). 5. Thomas Bredsdorf: Tristans born. Gyldendal, Kbh. 1982. 6. Julia Kristeva talar um að maðurinn verði að bæla þrá sína til móðurinnar til að geta tekið við málinu og hinu táknræna samhengi sem það stendur fyrir. Bannið við sifjaspellum er þannig grundvöllur bæði samfélagsreglunnar og málsins. Skáldskap- armálið hundsar þetta bann og samsvarar þannig sifjaspellum. Hér er nauðsynlegt að undirstrika að Julia Kristeva hefur aðra sýn á mál og texta en þeir sem aðhyllast hefðbundna formgerðarstefnu og táknfræði. Kristeva lítur svo á að ekki sé hægt að skilja að þann sem talar og þann sem skrifar, textinn sé til orð- inn hjá talandi manni og sjálf þess manns sé klofið á milli óröklegrar dulvitundar- innar og þess sem Lacan kallar „hina táknrænu reglu“. A þennan hátt tengir Krist- eva sálgreininguna við táknfræðina. Ef það að tala er ferli, tvöfalt ferli, þá felur textinn í sér þetta sama ferli, hreyf- ingu, þróun. Það er þetta sem Kristeva á við þegar hún talar um „frumlag í þróun“ (subjekt i prosess). Skáldið sem gengur á hólm við sjálft sig og málið öðlast með því aðgang að hinu forna yfirráðasvæði móðurinnar, hinu ósegjanlega, dulvitundinni. Þessi aðgangur, segir Kristeva, stríðir gegn viðtekinni reglu samfélagsins og er í sjálfum sér stjórn- laus og uppreisnargjarn. Þetta gerir bókmenntirnar að mikilvægasta lykli nútíma- mannsins að hinu forboðna og hryllilega - og þá jafnframt að hinu heilaga, til- beiðslunni. (Julia Kristeva: „Frán en identitet till en annan“ bls. 170-173 í Litteratur og psykoanalys, Lars Nylander (red. Norstedts, Stockholm, 1986). Samband skáldsins Þormóðs við Kolbrúnu má lesa sem ferðalag inn á „hið forna yfirráðasvæði móðurinnar". Þormóður getur ekki ort á meðan hann er þar, en hann yrkir af því að hann hefur verið þar. 7. Frá Freud tekur Lacan aðgreininguna á milli “þarfar“ og “þrár“ (begjær). Þörfin er líffræðileg og ósk hennar er hægt að uppfylla. Þráin er sálfræðileg og óslökkv- andi. Þegar barnið grætur í fyrsta sinn gerir það kröfu um að þörfum þess sé full- nægt og sýnir um leið að þrá þess eftir algleyminu er tiL Þetta algleymi er hins veg- ar ekki lengur, það er horfið og hefur skilið eftir sig tilfinninguna um vöntun, skort. Þegar sá sem þráir finnur það sem hann leitar, viðfang, reynist það einlægt blekking vegna þess að það sem hann leitar að er alltaf horfið, er í raun óljós minn- ing um hina fullkomnu sælu. Þráin er í raun þrá eftir skilyrðislausri viðurkenningu og ótakmarkaðri ást Hins. (Jaques Lacan: Ecrits. A Selection. W. W. Norton & Company 1977. Einnig má vísa til vandaðrar kynningar á kenningum Lacan í bók- inni: Jacques Lacan og psykoanalysen. eftir norska sálgreinandann Svein Haugs- gjerd, Gyldendal, Oslo, 1986. Sú bók er fylgirit Jacques Lacan: Det symbolske. Skrifter i utvalg ved Svein Haugsgjerd. Oversettelse ved Kjell R Soleim. Gyldendal 1985). 319
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.