Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 65
Aldrei gerði Kristur sálu Þórelfi, vorri móður . . .
táknmynd/táknmið sem franski sálgreinandinn Jacques Lacan fékk að láni frá mál-
vísindum og notar mjög mikið, vísast t.d. til Hugtaka og heita í bókmenntafræði:
Táknfræði, bls. 279, Mál og menning, Rvk. 1983).
5. Thomas Bredsdorf: Tristans born. Gyldendal, Kbh. 1982.
6. Julia Kristeva talar um að maðurinn verði að bæla þrá sína til móðurinnar til að
geta tekið við málinu og hinu táknræna samhengi sem það stendur fyrir. Bannið við
sifjaspellum er þannig grundvöllur bæði samfélagsreglunnar og málsins. Skáldskap-
armálið hundsar þetta bann og samsvarar þannig sifjaspellum.
Hér er nauðsynlegt að undirstrika að Julia Kristeva hefur aðra sýn á mál og texta
en þeir sem aðhyllast hefðbundna formgerðarstefnu og táknfræði. Kristeva lítur svo
á að ekki sé hægt að skilja að þann sem talar og þann sem skrifar, textinn sé til orð-
inn hjá talandi manni og sjálf þess manns sé klofið á milli óröklegrar dulvitundar-
innar og þess sem Lacan kallar „hina táknrænu reglu“. A þennan hátt tengir Krist-
eva sálgreininguna við táknfræðina.
Ef það að tala er ferli, tvöfalt ferli, þá felur textinn í sér þetta sama ferli, hreyf-
ingu, þróun. Það er þetta sem Kristeva á við þegar hún talar um „frumlag í þróun“
(subjekt i prosess).
Skáldið sem gengur á hólm við sjálft sig og málið öðlast með því aðgang að hinu
forna yfirráðasvæði móðurinnar, hinu ósegjanlega, dulvitundinni. Þessi aðgangur,
segir Kristeva, stríðir gegn viðtekinni reglu samfélagsins og er í sjálfum sér stjórn-
laus og uppreisnargjarn. Þetta gerir bókmenntirnar að mikilvægasta lykli nútíma-
mannsins að hinu forboðna og hryllilega - og þá jafnframt að hinu heilaga, til-
beiðslunni. (Julia Kristeva: „Frán en identitet till en annan“ bls. 170-173 í Litteratur
og psykoanalys, Lars Nylander (red. Norstedts, Stockholm, 1986).
Samband skáldsins Þormóðs við Kolbrúnu má lesa sem ferðalag inn á „hið forna
yfirráðasvæði móðurinnar". Þormóður getur ekki ort á meðan hann er þar, en hann
yrkir af því að hann hefur verið þar.
7. Frá Freud tekur Lacan aðgreininguna á milli “þarfar“ og “þrár“ (begjær). Þörfin
er líffræðileg og ósk hennar er hægt að uppfylla. Þráin er sálfræðileg og óslökkv-
andi. Þegar barnið grætur í fyrsta sinn gerir það kröfu um að þörfum þess sé full-
nægt og sýnir um leið að þrá þess eftir algleyminu er tiL Þetta algleymi er hins veg-
ar ekki lengur, það er horfið og hefur skilið eftir sig tilfinninguna um vöntun,
skort. Þegar sá sem þráir finnur það sem hann leitar, viðfang, reynist það einlægt
blekking vegna þess að það sem hann leitar að er alltaf horfið, er í raun óljós minn-
ing um hina fullkomnu sælu. Þráin er í raun þrá eftir skilyrðislausri viðurkenningu
og ótakmarkaðri ást Hins. (Jaques Lacan: Ecrits. A Selection. W. W. Norton &
Company 1977. Einnig má vísa til vandaðrar kynningar á kenningum Lacan í bók-
inni: Jacques Lacan og psykoanalysen. eftir norska sálgreinandann Svein Haugs-
gjerd, Gyldendal, Oslo, 1986. Sú bók er fylgirit Jacques Lacan: Det symbolske.
Skrifter i utvalg ved Svein Haugsgjerd. Oversettelse ved Kjell R Soleim. Gyldendal
1985).
319