Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 85
Myndir á Sandi
skýringu launmála, túlkun og tilgátum. Kemur það glöggt fram í afstöðu
Endurreisnarmannsins til tungumálsins sem talið var samsett úr þremur
þáttum: táknmynd og táknmiði er tengdust í eðlisbundinni líkingu3.
Táknin voru ekki tilviljunarkennd, háð vali og samþykki, líkt og talið er
nú á dögum. Fólst táknfræðin því í ákafri leit að frummerkingum - upp-
runalegum teiknum orðanna.
A 17du öld leið þekkingarháttur Endurreisnarinnar undir lok að mati
Foucault: „Hugarstarfsemin felst ekki lengur í því að draga fyrirbærin
saman eða leita þess sem afhjúpað gæti einhvers konar skyldleika, aðlöð-
un eða dulið samtak - heldur þvert á móti í því að sundurgreina, það er:
staðfesta sjálfumleika hvers fyrirbæris"4. Ahersla er nú lögð á flokkun og
sérkenni. Menn beina athygli sinni að hinu staðbundna og einstaklings-
lega, skrá, mæla og raða fyrirbærum; lýsing tekur við af túlkun, sönnun
af tilgátu. Um leið breytast viðhorfin til tungumálsins. Það verður gagn-
sætt og táknið tvíþætt. Táknmynd og táknmið tengjast ekki lengur vegna
dulins skyldleika heldur á handahófskenndan hátt. Orð týna teiknum
sínum. Skáldsagan Don Kíkóti eftir Cervantes sýnir umskiptin einkar vel
að mati Foucault. Riddarinn sjónumhryggi lifir í heimi endalausra sam-
svarana, tákna og líkinda, heimi sem ný skynsemi, byggð á lýsingu og
mismun, dregur sundur og saman í háði. Sagan sýnir með öðrum orðum
að hugarfar Endurreisnarinnar hafði gengið sér til húðar og orðið nánast
að vitfirrringu.
Skynsemishyggjan ríkir enn. Samsvörunarlögmálið er löngu liðið und-
ir lok sem forsenda hugsunar, grundvöllur þekkingar. Engu að síður hef-
ur hinn gamli þekkingarháttur lifað góðu lífi í bókmenntum, að vísu
misöflugur eftir tímaskeiðum, og birtist í endalausri leit að djúpmerk-
ingu náttúru og tungumáls - teiknum er afhjúpi hið frumlæga, upp-
runalega, sanna og saklausa. Að baki býr grunur eða vissa um að heim-
urinn sé ekki allur þar sem hann er séður eða sagður, að hann sé tákn-
mynd annars veruleika, myndhverfing, dularhjúpur; ennfremur - að
tungumál vísindanna sé falskt og breiði yfir hið raunverulega, það skjóti
litlinsu á milli sjálfs (súbjekts) og umheims (objekts), linsu sem skekki
sjón, skaði skynjun. Spyrja má í ljósi þessa hvort bókmenntirnar séu
tímaskekkja. Eða geyma þær ef til vill hugsunarhátt sem orðræða vísind-
anna hefur útilokað sem þekkingarleið en felur eigi að síður í sér sann-
leika um mann og heim?
I
Oft hefur verið á það bent að nútímamenn skynji sjálfa sig og aðra sem
orðræðu; það sem við hyggjum að sé sjálfstæður veruleiki sé ekki annað en
339