Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 88

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 88
Tímarit Máls og menningar unnar sem bókmenntagreinar. Sviðin skarast að vísu oft og einatt en orðin lýsa þó hvert um sig ákveðinni aðferð við að mynda merkingu. Sé horft aft- ur í tímann kemur í ljós að fyrirferð sviðanna hefur verið með ýmsu móti; þau hafa myndað stigveldi innan einstakra skáldsagna, tímaskeiða, og eitt þeirra að jafnaði verið öðrum virtara. Helstu einkennum sviðanna má lýsa með eftirfarandi hætti: Frásagnarsviði tilheyrir sköpun sögulegs samhengis í tíma og rúmi, niðurröðun orsaka og afleiðinga, verksvið persóna. Myndsviði heyrir til skipulagning myndmáls og myndkerfa, táknrænna hliðstæðna og andstæðna (t.d. tímabundinna: sumar/ást og vetur/sorg eða rúmlægra: suður/spilling og norður/sakleysi). A þemasviði fer fram skipan hugmynda og merkingarkerfa, tenging einstakra táknmynda við víðtækt táknmið. Frásagnarsviðið er að öllum jafnaði fyrirferðarmest í hefðbundnum skáldsögum: skipuleg röð athafna, beinna lýsinga og atburða mynda til samans rökvísa fléttu er felur í sér þemað. Oftast nær gegna ákveðnar per- sónur lykilhlutverki við myndun þemans, samspil þeirra og söguþráðarins. Þær draga að sér aukamerkingar og ummyndast oft í persónugerðir eða tákngervinga. Það er einkar glöggt í ýmsum gagnrýnum raunsæisskáldskap. Persónusafnið greinist þar iðulega í andstæða flokka sem til samans mynda lokað kerfi í textanum, kerfi sem snýst um skautin +/-. Persónurnar hafa þá breyst í ímyndir, yfirpersónulegar stærðir, án þess að lesandinn verði þess var. Hann lifir að lestri loknum í þeirri trú að um raungildar mannlýs- ingar sé að ræða, að textinn stæli lífið án íhlutunar höfundar. Gott dæmi er íslensk raunsæishefð um seinustu aldamót en í henni fólst eftirfarandi andstæðukerfi: auðmaður/dómari/prestur = ljótleiki/grimmd/ ástleysi/óheilindi ~ fátæklingur/elskhugi/baráttumaður = fegurð/kærleik- ur/ást/heilindi. Kerfi af þessum toga byggist á leyndum samsömunum, ímynduðum en ekki náttúrlegum venslum. Tengd eru saman táknmið af ólíkum merkingarsviðum og þeim gerður upp skyldleiki: móthverfa undir- stéttar og yfirstéttar er talin jafngilda móthverfu góðs og ills o.s.frv. Merk- ingarmyndun af þessu tagi er einkar öflug af því að hún er venjulega dulin og sett fram í „raunsæislegu“ samhengi, óskynsemi hennar vandlega falin. Við fyrstu sýn virðist hún lítilvæg en í raun er hún skoðanamótandi, ofrík- iskennd og hugmyndafræðileg, byggð á hagsmunum og fordómum. Að- ferðin er fólgin í einföldun eða niðurskurði. Markmiðið að ná tökum á veruleikanum, sníða hann að félagslegum vilja. Hinar duldu samsamanir innræta mönnum skoðanir án þess að þeir veiti því athygli, flækja þá í net ákveðinnar hugmyndafræði; þær svipta menn valdi yfir eigin máli, afvega- leiða skilning þeirra, beina hugsuninni í ákveðinn farveg. Á þann hátt hlaða þær vegg lítt meðvitaðra hugmynda á milli sjálfs og umheims, breyta því 342
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.