Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 88
Tímarit Máls og menningar
unnar sem bókmenntagreinar. Sviðin skarast að vísu oft og einatt en orðin
lýsa þó hvert um sig ákveðinni aðferð við að mynda merkingu. Sé horft aft-
ur í tímann kemur í ljós að fyrirferð sviðanna hefur verið með ýmsu móti;
þau hafa myndað stigveldi innan einstakra skáldsagna, tímaskeiða, og eitt
þeirra að jafnaði verið öðrum virtara. Helstu einkennum sviðanna má lýsa
með eftirfarandi hætti: Frásagnarsviði tilheyrir sköpun sögulegs samhengis
í tíma og rúmi, niðurröðun orsaka og afleiðinga, verksvið persóna.
Myndsviði heyrir til skipulagning myndmáls og myndkerfa, táknrænna
hliðstæðna og andstæðna (t.d. tímabundinna: sumar/ást og vetur/sorg eða
rúmlægra: suður/spilling og norður/sakleysi). A þemasviði fer fram skipan
hugmynda og merkingarkerfa, tenging einstakra táknmynda við víðtækt
táknmið.
Frásagnarsviðið er að öllum jafnaði fyrirferðarmest í hefðbundnum
skáldsögum: skipuleg röð athafna, beinna lýsinga og atburða mynda til
samans rökvísa fléttu er felur í sér þemað. Oftast nær gegna ákveðnar per-
sónur lykilhlutverki við myndun þemans, samspil þeirra og söguþráðarins.
Þær draga að sér aukamerkingar og ummyndast oft í persónugerðir eða
tákngervinga. Það er einkar glöggt í ýmsum gagnrýnum raunsæisskáldskap.
Persónusafnið greinist þar iðulega í andstæða flokka sem til samans mynda
lokað kerfi í textanum, kerfi sem snýst um skautin +/-. Persónurnar hafa
þá breyst í ímyndir, yfirpersónulegar stærðir, án þess að lesandinn verði
þess var. Hann lifir að lestri loknum í þeirri trú að um raungildar mannlýs-
ingar sé að ræða, að textinn stæli lífið án íhlutunar höfundar.
Gott dæmi er íslensk raunsæishefð um seinustu aldamót en í henni fólst
eftirfarandi andstæðukerfi: auðmaður/dómari/prestur = ljótleiki/grimmd/
ástleysi/óheilindi ~ fátæklingur/elskhugi/baráttumaður = fegurð/kærleik-
ur/ást/heilindi. Kerfi af þessum toga byggist á leyndum samsömunum,
ímynduðum en ekki náttúrlegum venslum. Tengd eru saman táknmið af
ólíkum merkingarsviðum og þeim gerður upp skyldleiki: móthverfa undir-
stéttar og yfirstéttar er talin jafngilda móthverfu góðs og ills o.s.frv. Merk-
ingarmyndun af þessu tagi er einkar öflug af því að hún er venjulega dulin
og sett fram í „raunsæislegu“ samhengi, óskynsemi hennar vandlega falin.
Við fyrstu sýn virðist hún lítilvæg en í raun er hún skoðanamótandi, ofrík-
iskennd og hugmyndafræðileg, byggð á hagsmunum og fordómum. Að-
ferðin er fólgin í einföldun eða niðurskurði. Markmiðið að ná tökum á
veruleikanum, sníða hann að félagslegum vilja. Hinar duldu samsamanir
innræta mönnum skoðanir án þess að þeir veiti því athygli, flækja þá í net
ákveðinnar hugmyndafræði; þær svipta menn valdi yfir eigin máli, afvega-
leiða skilning þeirra, beina hugsuninni í ákveðinn farveg. Á þann hátt hlaða
þær vegg lítt meðvitaðra hugmynda á milli sjálfs og umheims, breyta því
342