Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 94
Tímarit Máls og menningar Sjálfið og óreiðan Hin hefðbundna skáldsaga byggist á vissu um eigin orðræðu, vissu um að hún endurspegli reynslu og heim. I henni er eins og „sannleikurinn hafi orðið“ svo vitnað sé til orða Alains Robbe-Grillet15. Hún er óskeikul og speglar skiljanlegan heim: rökbundna formgerð sem hlaðin er forskilvit- legri (transcendental) skynsemi. Sjálfið sem í henni býr er stöðugt og í valdaaðstöðu. Það kastar merkingu sinni á fyrirbærin í þeirri trú að hún sé sannleikur þeirra. Ollu er skipað í stigbundið kerfi sem byggist á hagsmun- um og sjónarhorni sjálfsins, stöðu þess meðal fyrirbæranna. Skipulagið er mannhverft, sjálfið í miðju og hið flókna og óreiðufulla greint í einfaldar andstæður. Söguheimur nútímaskáldsagna er gjörólíkur. Því er líkast sem sjálf þeirra hafi liðast í sundur og týnt kjarna sínum. Oll forskilvitleg skynsemi virðist tröllum gefin, sannleikur heimsins, og sjálfið hrekst frá einni táknmynd til annarrar án þess að ná sambandi við þær, rekið áfram af þrá eða öllu heldur skorti. Hin hefðbundnu táknmið hafa misst festu sína og merkingarheim- urinn að baki tungumálsins virðist hruninn. Líf þessa sjálfs felst því fremur í látlausri merkingarsköpun en merkingartúlkun. Þetta ástand kemur einkar glöggt fram í skáldsögu Thors Vilhjálmssonar, Fljóttfljótt sagði fuglinn (1968)16. Textinn kveikir grun um það sem gleymst hefur eða er falið, hið raunverulega sem er afstætt, tilviljunarkennt og ein- staklingsbundið. Hann brýtur stöðugt niður táknkerfi sem tryggt höfðu skynseminni vald yfir heiminum. Reynir að fanga reynsluna eftir leiðum sem liggja frá því þægilega og samþykkta inn í rými þar sem hver og einn verður að skapa sér merkingu, gerast eigið skáld og heimsins. Niðurrifið kemur ekki síst fram í þversagnakenndu myndmáli þar sem ýtrustu and- stæður mætast og eyða hver annarri, verða eitt eða ekkert eða allt: „Birtan var svo hvít að hún minnti á mikið vonlaust myrkur í hitanum“ (9). Upp- lifunin sprengir viðtekna merkingu: „Og einhversstaðar í þrívíddarsæ sem blasti við honum á sléttum múrnum með því eðli sem í senn var órafjarski svo hann svimaði næstum vegna þess að hann var líka svo nálægur og þrýsti fjarska sínum innar í honum sjálfum. . .“ (51). Textinn dregur sjálfan sig slytrulaust í efa, játar vanmátt sinn líkt og skynjunin. Mynd hverfist um innri mótsögn er magnar grun um rökleysu og gerir gamalkunn hlutföll merkingarlaus: nánd eða fjarski, myrkur eða ljós, tími eða ómæli? Hátt- bundin mynstur hafa sundrast og skilið sjálfið eftir í óreiðu, möguleika og óræði. Mörk hins skiljanlega og óskiljanlega eru ekki skýr eins og fyrrum né heldur vitundar og veruleika. Er ekki heilaspuninn jafn raunverulegur og hvað annað? Er það sem vaknar og lifir í hugsun þinni óraunverulegra en andlit eða atvik er líður hjá? 348
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.