Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 102
Tímarit Máls og menningar mynd manns, vettvangi þrár hans og ótta, kennda og drauma: auga speglast í stjörnu, ást í blómi, feigð í hjarni. I þeim öðlast náttúran mál og verður mennsk, hjartanleg eða óvinveitt eftir atvikum. A þessari öld hafa margir rithöfundar reynt að sundra slíkum venslum og rífa niður skáldmálið, fella það að „vísindalegri“ orðræðu. Mannhverf heimssýn er að þeirra dómi fíflsháttur austur í Flóa: maðurinn er einn og veruleiki hans án samhengis, náttúran líkust lokaðri bók. Varla er þó mögulegt að tjá hin rofnu vensl með sannfærandi hætti. Sumir hafa að vísu samið líkingasnauða texta eftir leið nafnskipta, texta sem sneyddir eru hefðbundnum listbrögðum. En einnig þeir eru byggðir á ímynduðum venslum og mannhverfri sýn. I Fugl- inum er að finna gott dæmi þessa: Himninum sem var bara nafn: himinninn. Einsog manneskjan, hvað er manneskja? Bara nafn. Ekkert er til þegar maður hugsar um orðið Allt. Hann stóð undir svörtum himni og það hafði rignt og hann hugsaði um orð- ið Allt. Hvað er þá til? (238) Kennd vaknar um sambandsleysi sjálfs og heims, máls og veruleika, upp- lausn merkingar og túlkunar. Sé nánar að gætt kemur þó í ljós að tómleik- inn er ekki firrtur öllu innihaldi. Kenndin er byggð á forsendum þeirrar orðræðu sem hún dregur í efa: maður undir svörtum himni, allt / ekkert, nafn / verund. Þó að myndhvörfum sé eytt og mannhverfu táknkerfi af- neitað lifir skipulagið áfram í orðræðunni. Hið sama á sér stað í orðræðu annars rithöfundar, Alberts Camus, sem segir í Sisyfosargoðsögninni: „Milli vissu minnar um tilvist mína og þess inntaks sem ég reyni að gefa henni er eyða sem aldrei verður fyllt. Alla tíð verð ég ókunnugur sjálfum mér“26. Orðin vitna um yfirborðskennda andstæðu sem fjarstæðuheimspekin reyndi þó að rífa niður; markmið hennar að afhjúpa blekkingu hugtaksins, yfirvarp skynseminnar, trúðslæti skilningsins. Camus skilur á milli tilvistar og inntaks tilvistar, sjálfs og sjálfsskilnings. Greinir að það sem ekki verður í sundur skilið. Andstæðan sem hann setur upp er jafngild hinni gömlu á milli innihalds og forms: verundinni er líkt við skipulagslaust innihald (óþekkt, óskiljanlegt) og vitundinni um hana við form (er skipuleggur og gerir skiljanlegt, afmarkar): slíður er tekur við sverði. Thor og Camus reyna báðir að leysa upp hefðbundin táknkerfi með orðræðu sem er í mót- sögn við sjálfa sig, rökvísri orðræðu sem gerir fjarstæðuhugsun þeirra skynsamlega og skiljanlega. En hvað sem því líður sýnir texti Thors glöggt viðhorf hans til tungumálsins: vitund um þrengsli og takmörkun, and- streymi sem knúið hefur marga til þagnar. Fuglinn einkennist og af sífelld- um tilraunum til að leysa tungumálið úr fjötrum forskrifta og hugtaka, til- raunum sem koma ekki síst fram í myndhvarfaríkum stíl. 356
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.