Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 106

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 106
Tímarit Máls og menningar mátti ekki eldast og hrörna því að þeir trúðu því að þá mundi anda guðsins hraka og máttur hans þverra eftir því sem umbúðunum hnignaði; og maður- inn var þessvegna drepinn áður en að því kæmi, hann var kallaður konungur skógarins. . .(16) Skógarkonungurinn verður ávallt að vera á varðbergi því að minnsta óvarkárni getur kostað hann lífið. Hann gætir, ritar Frazer, hins heilaga meiðs í rjóðri Díönu og „dýrkar hann ekki aðeins sem gyðju heldur faðmar hann sem eiginkonu"32. I Fuglinum hallar „maðurinn“ sér að tré einu og forn munstur letrast á hörund hans. Hann er bundinn meiðnum líkt og skógarkonungurinn forðum og þó óbundinn, slítur sig að lokum „með ónefndum sársauka úr fjötralausum faðmlögum þess“ (242). Goðsögnin túlkar framvindu náttúru og mannlífs: þegar aldurinn færist yfir hlýtur skógarkonungurinn að bogna og deyja líkt og jarðargróðinn sem hnígur að hausti. Þetta er hringspilið mikla frá kynlífi um dauða til upprisu í nýrri mynd; tilurð og tortíming skiptast á í sífellu, birta og myrkur, framvindan án enda og bundin rökum sem ekki verða rengd, rökum sem hver og einn lifir í blóði sínu en viðurkennis sjaldnast fyrir sjálfum sér. I Fuglinum tengjast „maðurinn" og skógarkonungurinn með ýmsum hætti, örlög þeirra samþætt og af sömu rótum runnin. „Maðurinn“ er forn og nýr í sínu stríði, einstæðingur í leit að samneyti, efldur af þrá sem skap- ar og eyðir, þrá sem býr dýpst og innst og brýst fram í losta og angist sem renna saman með kynlegum hætti. I lundinum helga er skógarkonungurinn höggvinn þegar mök hans og holdtekju gyðjunnar ná hámarki; frjósemi og eyðing í djúpri eining. Með svipuðum hætti eru kynmök „mannsins": víma sem nærist á sjálfri sér, nautn án tíma og streymir í hring, dulúðug reynsla. I algleyminu er eins og festi tímans rofni, og einsemdin: sjálf og heimur kveikjast saman. En aðeins um stundarsakir. Að samförum loknum kastast „maðurinn" inn í tímann að nýju, einveruna og ófullnægjuna, líkama sinn. Það er hlutskipti hans og sérhvers, fróin stundleg. Samsvörun nútíma og goðsagnar er með ýmsum hætti í Fuglinum. I sam- kvæmi einu fylgist „maðurinn“ með danstríói „sem hagaði sér einsog í skopleik, undir loftmyndinni af sterka manninum með gráa skeggið sem dansaði nakinn fyrir framan ungu nöktu stúlkuna með litla andlitið og síða hárið“ (66). Og skömmu síðar: „Og whiskypollurinn náði ekki að spegla loftmyndina þó konan stæði upp“ (75). Beitt er svipaðri tækni og víðar í verkinu: mynd endurkastar mynd svo textinn virðist byrgjast inni í enda- lausum sjálfsspeglunum. I ofangreindu dæmi reynir maður með úlfgrátt hár, skógarkonungurinn, að heilla stúlku, andlit hans er brennimerkt og augun svört af angist því hann veit „að hans tími streymdi burt frá því sem hennar tími stefndi að“ (86). Dauðadans og frygðar sem á sér samsvörun í 360
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.