Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 119

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 119
Kristínu Sigfúsdóttur og Theodór Frið- riksson. Þetta er auðvitað aðeins úrval af íslenskum skáldskap í óbundnu máli á þessum árum, en það gefur góða og áreiðanlega heildarmynd af efni, hug- myndaheimi og stíl þessara höfunda. Niðurstaða Halldórs eftir vandvirka könnun verður sú, að þótt þessi verk fjalli „nær öll um einhver af helstu ein- kennum samfélagsbyltingarinnar" þá sé veikleiki þeirra „sá hve hugmyndir þeirra eru prúðar og sáttfúsar". Einsog menntamenn þeir sem áður hafa verið nefndir, horfa þessir rithöfundar yfir- leitt „aftur til meira eða minna ímynd- aðrar sælu bændamenningarinnar, þrá hlýju hins nána og fámenna samlífs". Verkin boða gjarnan „fórnfýsi og nægjusemi sem leiðina til persónulegrar hamingju" (86). (Það má hér minna á að byrjandaverk Halldórs frá Laxnesi, skáldsagan Barn náttúrunnar, 1919, er mjög í þeim anda.) Kvenmynd þeirra er „mjög hefðbundin, konur eru einatt hreinlyndar og líf þeirra lýtur þrá eftir hinni stóru, hreinu ást“. I stuttu máli sagt, hugmyndaheimur þessara verka var of þröngur, stíll þeirra of tilbreyt- ingarlaus, til þess að þau gætu „lagt grunninn að íslenskum nútímabók- menntum". (88) Sú niðurstaða kemur manni að vísu ekki á óvart, en það er þakkarvert að hafa fengið hana svo vel rökstudda. Kaflinn „Módernismi af hálfum huga“ (89-106) tekur til athugunar Hel (1919) eftir Sigurð Nordal og Sælir eru einfaldir (1920) eftir Gunnar Gunnars- son. Bók Sigurðar er ekki síst djúptæk könnun á þeim eiginleikum sem hann nefndi sjálfur „einlyndi" og „marg- lyndi“ í frægum fyrirlestrum veturinn 1918-1919, þegar hann var nýkominn heim eftir tólf ára útivist. Ljóðrænn stíll Umsagnir um bækur þessara þátta og næm lýsing á sálarlífi manna hrifu samtíðarmenn höfundar- ins, einnig skáldið frá Laxnesi. En hug- myndaheimur bókarinnar var þrátt fyrir allt of fjarri uppáþrengjandi áhugamál- um og vandamálum tímans til að geta orðið verulegur forboði nýrrar bók- menntastefnu. Svipað er að segja um Sælir eru ein- faldir. Einsog í Hel birtist í skáldsögu Gunnars „kreppan í heimssýn mennta- manna sem kreppa almennra tilvistar- skilyrða, og fjarvera þjóðfélagslegrar og sögulegrar vitundar bendir til tímans fyrir heimsstyrjöld“ (101). Halldór er ósammála þeirri skoðun Matthíasar Viðars Sæmundssonar, að Gunnar Gunnarsson hafi verið einn af þeim höf- undum sem „hringdi inn nýja öld í ís- lenskum skáldskap á árunum 1915-1925, þegar stórveldi Einars H. Kvarans leið undir lok“ (92). Matthías ofmeti „þýð- ingu Gunnars fyrir endurnýjun ís- lenskra bókmennta á þriðja áratugnum" (105-106); mér virðist Halldór hér hafa rétt fyrir sér. Ætlun Gunnars í bókum þeim sem um ræðir - auk Sœlir eru ein- faldir og Vargur í véum (1916; ísl. þýð- ing 1917) - „er að varpa Ijósi á það sem hann álítur frumskilyrði lífsglímunnar, og tilurð íslensks nútímasamfélags [. . .] er ekki viðfangsefni hans“ (106). Öðru máli gegnir um Bréf til Láru (1924) eftir Þórberg Þórðarson. Bréf þetta vakti á sínum tíma talsverðan æs- ing og varð mjög umdeilt. Halldór lýsir einkennum bókarinnar ágætlega. Sér- stök áhersla er lögð á óskammfeilna sjálfhverfu Þórbergs, „huglxgni verks- ins, sem var einstæð í íslenskum prósa. Þar er bara ein hugvera, ein sjálfsvitund, og viðfang hennar er allur heimurinn" (112). En um leið er í „sjálfsupphafning- unni“ alltaf „írónísk fjarlægð", sem 373
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.