Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 119
Kristínu Sigfúsdóttur og Theodór Frið-
riksson. Þetta er auðvitað aðeins úrval
af íslenskum skáldskap í óbundnu máli
á þessum árum, en það gefur góða og
áreiðanlega heildarmynd af efni, hug-
myndaheimi og stíl þessara höfunda.
Niðurstaða Halldórs eftir vandvirka
könnun verður sú, að þótt þessi verk
fjalli „nær öll um einhver af helstu ein-
kennum samfélagsbyltingarinnar" þá sé
veikleiki þeirra „sá hve hugmyndir
þeirra eru prúðar og sáttfúsar". Einsog
menntamenn þeir sem áður hafa verið
nefndir, horfa þessir rithöfundar yfir-
leitt „aftur til meira eða minna ímynd-
aðrar sælu bændamenningarinnar, þrá
hlýju hins nána og fámenna samlífs".
Verkin boða gjarnan „fórnfýsi og
nægjusemi sem leiðina til persónulegrar
hamingju" (86). (Það má hér minna á að
byrjandaverk Halldórs frá Laxnesi,
skáldsagan Barn náttúrunnar, 1919, er
mjög í þeim anda.) Kvenmynd þeirra er
„mjög hefðbundin, konur eru einatt
hreinlyndar og líf þeirra lýtur þrá eftir
hinni stóru, hreinu ást“. I stuttu máli
sagt, hugmyndaheimur þessara verka
var of þröngur, stíll þeirra of tilbreyt-
ingarlaus, til þess að þau gætu „lagt
grunninn að íslenskum nútímabók-
menntum". (88) Sú niðurstaða kemur
manni að vísu ekki á óvart, en það er
þakkarvert að hafa fengið hana svo vel
rökstudda.
Kaflinn „Módernismi af hálfum
huga“ (89-106) tekur til athugunar Hel
(1919) eftir Sigurð Nordal og Sælir eru
einfaldir (1920) eftir Gunnar Gunnars-
son. Bók Sigurðar er ekki síst djúptæk
könnun á þeim eiginleikum sem hann
nefndi sjálfur „einlyndi" og „marg-
lyndi“ í frægum fyrirlestrum veturinn
1918-1919, þegar hann var nýkominn
heim eftir tólf ára útivist. Ljóðrænn stíll
Umsagnir um bækur
þessara þátta og næm lýsing á sálarlífi
manna hrifu samtíðarmenn höfundar-
ins, einnig skáldið frá Laxnesi. En hug-
myndaheimur bókarinnar var þrátt fyrir
allt of fjarri uppáþrengjandi áhugamál-
um og vandamálum tímans til að geta
orðið verulegur forboði nýrrar bók-
menntastefnu.
Svipað er að segja um Sælir eru ein-
faldir. Einsog í Hel birtist í skáldsögu
Gunnars „kreppan í heimssýn mennta-
manna sem kreppa almennra tilvistar-
skilyrða, og fjarvera þjóðfélagslegrar og
sögulegrar vitundar bendir til tímans
fyrir heimsstyrjöld“ (101). Halldór er
ósammála þeirri skoðun Matthíasar
Viðars Sæmundssonar, að Gunnar
Gunnarsson hafi verið einn af þeim höf-
undum sem „hringdi inn nýja öld í ís-
lenskum skáldskap á árunum 1915-1925,
þegar stórveldi Einars H. Kvarans leið
undir lok“ (92). Matthías ofmeti „þýð-
ingu Gunnars fyrir endurnýjun ís-
lenskra bókmennta á þriðja áratugnum"
(105-106); mér virðist Halldór hér hafa
rétt fyrir sér. Ætlun Gunnars í bókum
þeim sem um ræðir - auk Sœlir eru ein-
faldir og Vargur í véum (1916; ísl. þýð-
ing 1917) - „er að varpa Ijósi á það sem
hann álítur frumskilyrði lífsglímunnar,
og tilurð íslensks nútímasamfélags [. . .]
er ekki viðfangsefni hans“ (106).
Öðru máli gegnir um Bréf til Láru
(1924) eftir Þórberg Þórðarson. Bréf
þetta vakti á sínum tíma talsverðan æs-
ing og varð mjög umdeilt. Halldór lýsir
einkennum bókarinnar ágætlega. Sér-
stök áhersla er lögð á óskammfeilna
sjálfhverfu Þórbergs, „huglxgni verks-
ins, sem var einstæð í íslenskum prósa.
Þar er bara ein hugvera, ein sjálfsvitund,
og viðfang hennar er allur heimurinn"
(112). En um leið er í „sjálfsupphafning-
unni“ alltaf „írónísk fjarlægð", sem
373