Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 122

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 122
Tímarit Máls og menningar kaflar sem tilheyra þræði Johnnys og djöfla hans eru auðkenndir með O (O/ Grenið, O/WC), í hinum kaflaheitun- um er nafn þess sem kemur við sögu/ þátt (Fxðing Jonnans, Dísari). Þar sem þræöirnir þáttast saman eru kaflaheitin samsett (Jonninn/O, O/A ströndinni/ Annari). Flétta sögunnar er þannig að öðrum þættinum er brugðið fyrirvaralaust yfir hinn söguþráðinn, í miðri frásögn, í miðri setningu, honum síðan brugðið aftur yfir þann fyrri og þannig koll af kolli. Sá þáttur sem er undirliggjandi slitnar ekki, heldur má best ímynda sér að tíminn líði og atburðir eigi sér stað í honum án þess að greint sé frá því. Þannig er helmingur sögunnar ósýnileg- ur og lesandanum látið eftir að fylla í eyðurnar. Það leggur auknar kvaðir á lesandann að frásögnin er sjónræn. Kaflarnir minna á stutta búta úr þögulli kvik- mynd þar sem við sjáum ýmist um- hverfi og athafnir utan frá eða heiminn með augum persónanna. Að þessu leyti er nær að tala um söguauga en sögu- mann í Stálnótt. Utskýringar og afstaða eru af skornum skammti. Hvergi er fullyrt að í upphafi bókar komi Johnny akandi norður Atlantshafshrygginn, taki land í fjörunni á Mýrdalssandi, keyri sem leið liggur til Reykjavíkur og komi djöflaeggjunum fyrir á Vatns- endahæðinni þar sem fyrir er afgirtur kjarnorkusprengjugígur. Því síður er sagt að unglingarnir fjórir alist upp í Reykjavík snemma á 21. öldinni eða að það séu djöflar Johnnys sem fylla þá helkulda í bókarlok. Þetta er aðeins minn hugarburður, skilyrtur af þeim veruleika, raunverulegum og ímynduð- um, sem ég þekki, ekki síður en þeirri sjón sem við blasir í bókinni. Sjónrænar lýsingar setja persónu- sköpun líka skorður. Þar eru sjónar- hornin þrjú; ófullkomin sýn á uppruna og afdrif persónanna, myndskeið með einstökum athöfnum og/eða minning- um þeirra og mjög nákvæm mynd af út- liti og klæðaburði. Johnny kemur úr undirdjúpunum og hann hverfur þangað aftur um miðbik bókar eftir að hafa komið djöflaeggjun- um fyrir. Upphaflega greinum við að- eins dökka þúst sem nálgast, síðan sjá- um við að þetta er svört, straumlínulög- uð bifreið og það er fyrst í þriðju tilraun að athygli er beint að ökumann- inum, Johnny Triumph. Um skeið er sjón hans fylgt en það er ekki fyrr en hann er kominn á land og stiginn út úr bifreiðinni að við sjáum hann utan frá: I fyrstu virðist hann tilheyra liðnum tíma en hann er of sam- settur. Langur og grannur, dökk- hærður, snöggklipptur, með dáralokk í spíss niður á mitt enni og brún sólgleraugu í gylltri sporöskulaga umgjörð, klæddur svörtum jakkafötum og þvældri blúnduskyrtu, tvöföld reim ligg- ur niður skyrtubrjóstið og er haldið saman um hálsmálið með silfurlitri hauskúpu, voldug belt- issylgja nær þvert yfir mjaðmirn- ar og skórnir úr leðri, sígildir og támjóir, allt svo Johnny sýnist fastari fyrir en hann er og kyrr á hreyfingu. (31-32) Þessi texti, sem hljómar eins og kynning á tískusýningu hjá Karonsamtökunum, er hin eiginlega persónulýsing Johnnys. Maðurinn er það sem hann klæðist. Fatnað, eins og önnur táknkerfi, er þó hægast að nota til að ljúga, til að sýnast vera annað en maður er. Við vitum að 376
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.