Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 130

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 130
Tímarit Máls og menningar Völuspá svipar mest til dróttkvæða af öllum eddukvæðum. En hvernig sem þessu er farið, er augljóst að allar leið- réttingar, blöndun texta o.þ.h. eru breytingar miðað við frumtexta, þótt frávikið kunni að vera mismunandi mikið og mismunandi „röskun“ á frum- textanum. Ljóst er að þessar breytingar hljóta að verulegu leyti að fara eftir því, hvernig varðveislu kvæðanna hefur verið háttað, en um það mál má setja fram ýmsar kenningar. Eftir lýsingum útgefanda að dæma virðist hann einna helst líta svo á, að „munnleg geymd“ á miðöldum hafi verið svipuð og nú gerist og gengur í rútubílasöng: menn hafi kyrjað það sem þeir mundu, ruglað orðum, sleppt er- indum, blandað þeim saman eða bætt inn eftir hentugleikum, og þannig hafi textinn verið á sífelldu iði en þó „rétt- ur“ í hvert skipti ef með honum tókst að halda uppi fjörinu í mannskapnum. En þessu er öðru vísi háttað, ef til hefur verið stétt manna sem hafði að ein- hverju leyti það hlutverk að sjá um varðveislu kvæða og annarra fornra fræða sem slíkra. Slík stétt var vitanlega til: það voru skáldin, sem urðu vegna íþróttar sinnar (og hlutverks í þjóðfé- laginu) að læra utan að mikinn fjölda af kvæðum, bæði dróttkvæðum og eddu- kvæðum (vegna sagnanna), rannsaka þau vandlega til lærdóms og eftirbreytni og kunna þau sem nákvæmast. Við slík skilyrði gátu gömul kvæði varðveist furðulengi þrátt fyrir orðalagsbreyting- ar án þess að aflagast gersamlega og breytast í önnur, enda bendi sitthvað til þess að „munnleg geymd" hafi verið nokkuð nákvæm á þessum tímum: sam- anburður goðsagna, sem skráðar voru á Islandi á 13. öld, og helluristna í Svíþjóð frá 11. öld, þykir benda til þess að sömu goðsögurnar hafi verið í umferð með tveggja alda millibili, þannig að jafnvel ýmis smáatriði hafi verið eins. Málfar og stíll kvæðanna benda líka til þess að þau séu frá ólíkum tímum, þannig að gera verður í hvert skipti ráð fyrir ein- hverju „ frumkvæði" frá ákveðnum tíma, þótt það kunni síðan að hafa breyst og aflagast. Tilraunin til að skýra þann mun á hinum ýmsu kvæðum, sem álitinn var stafa af mismunandi aldri, með „um- hverfinu", þ.e.a.s. með þeim stéttum eða þjóðfélagshópum sem kvæðin hafi verið samin fyrir, er leifar af dólgamarx- isma sem gerði ráð fyrir beinum og ein- ræðum tengslum hugverka og þjóðfé- lags. Slíkum kenningum er ekki hægt að halda fram lengur, þar sem tengslin eru greinilega miklu flóknari og svo hlíta hugverkin eigin lögmálum og lifa sínu lífi, en auk þess hafna kenningarnar í hringavitleysu: fyrst er búið til „um- hverfi" eftir kvæðunum og svo er „um- hverfið'* notað til að skýra kvæðin. . . Það er því erfitt að fallast á þá mynd sem útgefandi dregur upp af „munn- legri geymd“ eddukvæðanna. Þó mætti segja, að hún hafi þann kost að beina at- hygli manna að þeim texta sem raun- verulega hefur varðveist og veikja tiltrú þeirra á textameðferð sumra fyrri fræði- manna, sem bútuðu kvæðin mjög í sundur eftir hugmyndum sínum um upprunalegan texta og viðbætur og ortu þau jafnvel hreinlega upp á nýtt eftir einhverjum vafasömum hugdettum. En eins og kenning útgefanda er hér sett fram rambar hún beint yfir í andstæðar öfgar: vegna hennar verður hann að hafa tröllatrú á bókstaf handritanna, eða öllu heldur handritsins, Konungsbókar, sem hann fylgir, og hann verður að neita sér um allar lagfæringar og skýr- 384
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.