Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 133
upphaflega hafi staðið, gerir honum
ýmsar skráveifur í sambandi við skýr-
ingar á einstökum vísum eða kvæðis-
köflum. Ef texti Völuspár í Konungs-
bók væri ekki á neinn hátt brotakennd-
ur og ruglingslegur er ólíklegt að
útgefendur og skýrendur hefðu varið
miklum tíma og orku í að reyna að end-
urbæta hann. Þótt þeir hafi stundum
farið út í öfgar eru margar leiðréttingar-
tillögur byggðar á góðum rökum og til
þess fallnar að auka skilning manna á
kvæðinu. Þetta leiðir Gísli Sigurðsson
hjá sér. Hann getur t.d. ekki um þá
skoðun flestallra fræðimanna, að
„dvergatalið" sé síðari viðbót, þó það
komi nokkuð skýrt fram í textanum
sjálfum, að þarna hefur nafnaþulum
verið skotið inn í kvæðið, og það auð-
veldi mönnum skilning og yfirsýn á
heildarhugsun þess að líta á þessar þulur
sem innskot eða aukakafla sem rjúfi
þráðinn (og kunni að hafa raskað röð
vísnanna á þessum stað). Hitt er svo
annað mál, hvort rétt er að fella burtu
allt sem stendur um dverga, eins og
ýmsir fræðimenn hafa álitið: sköpun
hinna miklu smiða, dverganna, gat
nefnilega verið eðlileg viðbrögð goð-
anna við þeim nýju þörfum sem kvikn-
að höfðu við komu „þursameyjanna
þriggja" (8. vísa), og því er vel hugsan-
legt að eitthvað hafi upphaflega staðið
þarna um dverga, sem hafi svo dregið
nafnaþulurnar inn í kvæðið (þær voru í
sjálfu sér gagnlegur fróðleikur fyrir
skáld). En um slíkt hefði þurft að fjalla í
skýringum við kvæðið.
Utgefandi getur heldur ekki um til-
lögur fræðimanna um að breyta röð
vísnanna á einstaka stað í kvæðinu, þótt
ýmis rök mæli með slíkum breytingum.
Til þess að taka afstöðu til leiðréttinga-
tillagna af því tagi og reyndar til marg-
Umsagnir um bxkur
víslegra textavandamála væri nauðsyn-
legt að rekja þráð kvæðisins og afstöðu
einstakra vísna hverrar til annarrar eða
kvæðishluta sín á milli, eins og Sigurður
Nordal gerði á sínum tíma og Régis
Boyer hefur m.a. gert síðan. Einnig
þyrfti að reyna að skilgreina á einhvern
hátt heildarhugsun þess. A þennan hátt
mætti t.d. skera úr því hvort í þriðju
vísu hafi upphaflega staðið „Ar var alda,
þar er Ymir byggði“, eða „Ár var alda,
það er ekki var“ (þessi mikilvægi orða-
munur handrita er ekki nefndur í útgáfu
Gísla). En þótt útgefandi reki í stuttu
máli hefðbundnar túlkanir á efni kvæð-
isins (gullöld, vaxandi spilling, ragnarök
og ný gullöld), verður ekki sagt að hann
reki hugsanaþráð þess. Hann skýrir
ekki tengsl hinna ýmsu „mynda" kvæð-
isins og þá þræði sem ganga í gegnum
það, og hann vísar á bug þeirri kenn-
ingu, að „kvæðið fjalli um svo afmarkað
efni sem trúarbragðaskipti á Islandi um
árið 1000“. Eg veit ekki hvort nokkur
hefur haldið slíkri kenningu fram, en
hins vegar hefur verið giskað á, að átök
kristni og heiðni og kristniboðið sjálft
kunni að hafa verið kveikjan sem kom
skáldinu af stað, og hvað sem menn
halda um þá kenningu er ekki að efa að
hún getur varpað ljósi á mörg atriði
kvæðisins og hugsun þess.
Nú kynnu menn að segja, að til að
fjalla um allt þetta hefði útgefandi þurft
að semja allt aðra bók og lengri og fara
út yfir þann ramma sem honum var
markaður. En meiri þörf var á bolla-
leggingum um ýmis atriði af þessu tagi
en hinni löngu dæmisögu Tolkiens og
skýringunum við hana (bls. 97-98). Ut-
gefandi telur hcldur ekki eftir sér að
koma með túlkun á Völuspá, sem er ný
þótt hún liggi sennilega í loftinu á þess-
ari yfirstandandi vindöld. Hún er á þá
387