Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 133

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 133
upphaflega hafi staðið, gerir honum ýmsar skráveifur í sambandi við skýr- ingar á einstökum vísum eða kvæðis- köflum. Ef texti Völuspár í Konungs- bók væri ekki á neinn hátt brotakennd- ur og ruglingslegur er ólíklegt að útgefendur og skýrendur hefðu varið miklum tíma og orku í að reyna að end- urbæta hann. Þótt þeir hafi stundum farið út í öfgar eru margar leiðréttingar- tillögur byggðar á góðum rökum og til þess fallnar að auka skilning manna á kvæðinu. Þetta leiðir Gísli Sigurðsson hjá sér. Hann getur t.d. ekki um þá skoðun flestallra fræðimanna, að „dvergatalið" sé síðari viðbót, þó það komi nokkuð skýrt fram í textanum sjálfum, að þarna hefur nafnaþulum verið skotið inn í kvæðið, og það auð- veldi mönnum skilning og yfirsýn á heildarhugsun þess að líta á þessar þulur sem innskot eða aukakafla sem rjúfi þráðinn (og kunni að hafa raskað röð vísnanna á þessum stað). Hitt er svo annað mál, hvort rétt er að fella burtu allt sem stendur um dverga, eins og ýmsir fræðimenn hafa álitið: sköpun hinna miklu smiða, dverganna, gat nefnilega verið eðlileg viðbrögð goð- anna við þeim nýju þörfum sem kvikn- að höfðu við komu „þursameyjanna þriggja" (8. vísa), og því er vel hugsan- legt að eitthvað hafi upphaflega staðið þarna um dverga, sem hafi svo dregið nafnaþulurnar inn í kvæðið (þær voru í sjálfu sér gagnlegur fróðleikur fyrir skáld). En um slíkt hefði þurft að fjalla í skýringum við kvæðið. Utgefandi getur heldur ekki um til- lögur fræðimanna um að breyta röð vísnanna á einstaka stað í kvæðinu, þótt ýmis rök mæli með slíkum breytingum. Til þess að taka afstöðu til leiðréttinga- tillagna af því tagi og reyndar til marg- Umsagnir um bxkur víslegra textavandamála væri nauðsyn- legt að rekja þráð kvæðisins og afstöðu einstakra vísna hverrar til annarrar eða kvæðishluta sín á milli, eins og Sigurður Nordal gerði á sínum tíma og Régis Boyer hefur m.a. gert síðan. Einnig þyrfti að reyna að skilgreina á einhvern hátt heildarhugsun þess. A þennan hátt mætti t.d. skera úr því hvort í þriðju vísu hafi upphaflega staðið „Ar var alda, þar er Ymir byggði“, eða „Ár var alda, það er ekki var“ (þessi mikilvægi orða- munur handrita er ekki nefndur í útgáfu Gísla). En þótt útgefandi reki í stuttu máli hefðbundnar túlkanir á efni kvæð- isins (gullöld, vaxandi spilling, ragnarök og ný gullöld), verður ekki sagt að hann reki hugsanaþráð þess. Hann skýrir ekki tengsl hinna ýmsu „mynda" kvæð- isins og þá þræði sem ganga í gegnum það, og hann vísar á bug þeirri kenn- ingu, að „kvæðið fjalli um svo afmarkað efni sem trúarbragðaskipti á Islandi um árið 1000“. Eg veit ekki hvort nokkur hefur haldið slíkri kenningu fram, en hins vegar hefur verið giskað á, að átök kristni og heiðni og kristniboðið sjálft kunni að hafa verið kveikjan sem kom skáldinu af stað, og hvað sem menn halda um þá kenningu er ekki að efa að hún getur varpað ljósi á mörg atriði kvæðisins og hugsun þess. Nú kynnu menn að segja, að til að fjalla um allt þetta hefði útgefandi þurft að semja allt aðra bók og lengri og fara út yfir þann ramma sem honum var markaður. En meiri þörf var á bolla- leggingum um ýmis atriði af þessu tagi en hinni löngu dæmisögu Tolkiens og skýringunum við hana (bls. 97-98). Ut- gefandi telur hcldur ekki eftir sér að koma með túlkun á Völuspá, sem er ný þótt hún liggi sennilega í loftinu á þess- ari yfirstandandi vindöld. Hún er á þá 387
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.