Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 136

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 136
Tímarit Máls og menningar breyta fjalli, og á þá við hvernig Stefán, hliðstætt Þórbergi, vefur einkennilega heildstæðan heim með hjálp „skáld- sagnaelementa" í bland við minninga- tóninn. Og sjálfsháðið vegur jafn hárná- kvæmt salt á burðarásum í textanum. En þegar minnst er á skáldskap er rétt að huga að einu. Trúlega á þessi nýja bók Stefáns sér mesta samsvörun í Mín- um Mönnum af fyrri bókum hans. Þar er að finna þessa skrýtnu blöndu af skáldskap og einhverju öðru. Til að fyr- irbyggja misskilning, þá nota ég ekki orðið skáldskapur í merkingunni til- búningur. Og ég nota það heldur ekki í einhverri upphafinni merkingu. Það felst fleira í orðinu en blasir við svona við fyrstu athugun. Menn athugi það í rólegheitum. Eg nota orðið hér og nú til að gefa í skyn ákveðna afstöðu til lífs- ins. Og það er eitt af því sem einkennir Að breyta fjalli, að í henni er sannur (búinn að afklisja þetta orð líka til ör- yggis) tónn sem styrkir vitund manns þegar lesið er, um að höfundurinn hafi lifað svo lengi með efnivið sínum og hafi öðlast slíka yfirsýn að hann getur skoðað úr öllum áttum að því er virðist samtímis; ofan af Búlandstindi, utan af sjó, innan úr miðju þorpi - „Hvergi hef ég komið þar sem fremur háttaði til athafnasemi duldra magna en á Djúpavogi á þeim dögum, á dimmum og krókóttum göngustígum milli dreifðra húsa innan um svartar klettaborgir, þar sem hvergi sá ljós, ef ljós skyldi kalla, nema rauðleitan bjarma frá olíulampa í stöku glugga. Jú, tunglskin feng- um við með reglubundnum hætti, svo sem annars staðar, og stjörnuskin er veður leyfði. En það er einmitt þá, þegar tungl veður í skýjum, að ekki sé minnst á skarðan mána, sem ís- lenskir draugar verða aðsóps- mestir.“ (bls. 83). Einsog sjá má af tilvitnuninni hér að ofan hefur frásögn Stefáns yfir sér ein- hvern blæ sem kannski mætti kalla ný- þjóðsagnakenndan, hún vinst einatt úr kímnisögu yfir í draugasögu og síðan þegar minnst varir yfir í kímnisögu aft- ur. Verkkunnátta Stefáns er slík að margir skáldsagnahöfundar mættu öf- unda hann af henni einni, en það sem meira er um vert; hann stýrir þessari kunnáttu, lætur hana ekki ná yfirhönd- inni, og nær þessvegna sterkari áhrifum. Tilgangur hans er ekki að sýna hvað hann kann fyrir sér, heldur að veita les- anda hlutdeild í heillandi og óvenjuleg- um heimi sem þarf að komast á blað. Sá sem les líður gegnum þessa bernsku- sögu einsog lonta niður bugðóttan bæj- arlæk með ótal holbökkum og hringið- um. Stefán er stílisti í bestu merkingu þess orðs; honum er lagið að sýna manni viðfangsefni sitt í sínu persónu- lega ljósi, og hann notar málið mark- visst. Það vísar manni áfram, dýpra. Benedikt skólastjóri á Húsavík hefur greinilega séð honum fyrir góðu vega- nesti. Að mestu leyti fjallar bókin um bernsku Stefáns á Djúpavogi, með millikafla frá Húsavík, þar sem teikni- kennarar reika um hurðlausar snjóhall- ir. og til móts við þessa litlu veröld leið- ir hann annað veifið, svo sem fyrir til- viljun, stóra heiminn: þjóðfélags- ástæður, heimsástand þessara millistríðsára, kreppu, pólitíska baráttu. En einsog endranær bregður hann hlut- unum upp við sinn eigin lampa og skyggnir þá. Hann varast líka að íþyngja bernskulýsingum um of með 390
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.