Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 7
BRÉF TIL KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR Ég veit ekki til að neinstaðar sé til nákvæmari skilríki um einn og sérhvern mann sem fór af íslandi til Utah sem mormón en þessi danska skýrsla (á ensku þó) sem hefur verið lýst yfir sem týndri í 45 ár, og nú hef ég barið augum í þessu eina eintaki sem til er. Þar er og getið þeirra manna íslenskra sem skírðir voru til mormónatrúar, en ekki hafa lagt í að fara híngað til fyrirheitna landsins, og kom mér ekki með öllu á óvart að finna í þeim hópi gamla vinkonu mína Vilborgu Einarsdóttur frá Hvammi í Mýrdal. Hún var skírð með niðurdýfíngu 9. júlí 1904. í hópiþeirra sem skírðir voru framliðnir, rakst ég á nafn föður þíns; skírn hans fór fram by proxy sem þeir svo kalla, (það er: í stað hins framliðna er skírður nákominn ættíngi mormónskur, sem einsog svarar fýrir hann) árið 1894 (árið eftir dauða hans?). Þórð Diðriksson hafa þeir sannanlega fæddan (einsog framgeingur af kirkjubókum, sem mér voru sýndar) árið 1828, og er það vitnað á þrem eftirgerðum blöðum sem Christiansen gaf mér úr sálnaregistri mormónakirkjunnar. Á þessum blöð- um sér þú óhrekjanlegar staðreyndir um Þórð, sem nú þarf ekki að geta sér til um leingur, þó ættíngjar hér vestra nú á dögum dragi að sið nútímamorm- óna viljandi eða óviljandi fjöður yfir alt sem veit að heiðarlegum fjölkvæn- isvenjum (sem voru fyrirskrifaðar af guði í kirkjunni, og eftir opinberun við spámanninn, en afteknar af guði eftir annarri opinberun, og eftir kröfu alríkisstjórnarinnar bandarísku, í kríngum 1890 (mig minnir alveg nákvæm- lega á því ári)). Eins og þú sérð af spjaldskrárblöðum sálnaregistursins um Þórð, var hann samtímis giftur þremur konum: Helgu Jónsdóttur, Maren Jacobsen (danskri) og Rannveigu (Veigu) Jónsdóttur. Hann eignaðist sex börn með Maren og þrjú með Veigu; 0 með Helgu gömlu sem var fjórtán árum eldri en hann. Þær lifðu hann allar. Eftir því sem ég komst næst við töluverða eftirgrenslan hafði hann þær í þrennu lagi (þremur heimilum), bjó altaf með Helgu gömlu en hafði hinar á útibúum. Eftir að Utah komst í fullkomið samband við alríkið bandríska tóku yfirvöld alríkisins til að fángelsa fleirkvænismenn. Ekki tókst mér að veiða upp úr neinum hve leingi Þórður var í fángelsi, en öllum sem til vissu bar saman um að það hefði verið stutt, margar af þessum fángelsunum hefðu verið aðeins til málamynda, varla meira en einn eða tvo mánuði. íslenskir mormónakallar sem lifðu í fjölkvæni voru aldrei fleiri en milli fimm og tíu, og í öllu Utah aldrei meira en 3% karlmanna sem lögðu á sig að eiga margar hexir. Af merkum morm- ónum íslenskum voru opinberir fjölkvænismenn auk Þórðar, Magnús Bjarnason (þrjár að ég hygg, þar á meðal Guðný gamla Erasmusdóttir frá Ömpuhjalla í Vestmanneyum, sem giftist honum sextíu og sex ára gömul.) Af öðrum merkum fjölkvænismönnum skal ég nefna þér Gísla Einarsson frá Hrífunesi (reyndar aðeins í tvíkvæni), og skal ég, ef ég nenni, skrifa þér ögn af honum hér á eftir, því hans forlög og kynsmanna hans hér hafa kitlað TMM 1998:2 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.