Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 68
PÉTUR GUNNARSSON
ur fékk inni í borgarapressunni. En nú er stund skilnaðar runnin upp og
næstu misseri hljómar raust Halldórs aðallega af síðum Alþýðublaðsins.
Ættarmótið með Af menníngarástandi og Alþýðubókinni (1929) er aug-
ljóst, sveiflutíðni hugsunarinnar er sú sama og þrjár síðustu greinarnar í
fyrrnefnda safninu eru ritaðar í Ameríku samtímis systrum sínum í Alþýðu-
bókinni. Bæði ritgerðasöfnin eiga það sammerkt að höfundurinn stendur
utan við, horfir hálft um hálft með gestsaugum. Og tundurskeytin sem hann
sendir frá Los Angeles eru ekki síður skeinuhætt en hin sem skotið var frá
Sikiley. Nú eru allar helstu stofnanir borgaralegs samfélags hafðar í sigti:
fjölskyldan, hjónabandið, skólarnir, dómstólarnir, listin, kirkjan, kapítalism-
inn . . . Hin róttæka menningar- og þjóðfélagsrýni fær skýrara pólitískt
inntak í Alþýðubókinni, andstæðingurinn er ekki lengur forpokun og fortíð-
arhyggja heldur sjálft skipulag auðvaldsins og valkosturinn er ekki lengur
hinn óljósi „nútími“ heldur sjálf byltingin í Rússlandi.
Ameríkudvölin spannar á þriðja ár og táknar jafn langt hlé Halldórs ffá
eiginlegri skáldsagnasmíð. Hér er ritgerðin orðin höfuðviðfangsefni og þró-
ast frá skæruhernaði Menníngarástandsins í herstjórnarlist Alþýðubókar-
innar. Þessi tvö söfn geyma enn í dag róttækustu og dirfskufýllstu hugsanir
sem orðaðar hafa verið á íslensku, sannkölluð andleg kjarnorkuver.
í Dagleið á fjöllum er Halldór kominn heim. Orðinn þátttakandi með
réttindum og skyldum. Tónninn verður um leið tempraðri, „ábyrgari“, í stað
fortakslausrar æskudýrkunar Menníngarástandsins er komin hneykslun á
skrílslátum reykvísks æskulýðs. í Dagleiðinni stígur Halldór líka skrefið til
fulls inn í raðir sósíalista og Sovétleiðslu. í næstu tveimur söfnum, Vettvángi
dagsins (1942) og Sjálfsögðum hlutum (1946) nær þessi þátttaka hámarki við
það að Heimsstyrjöldin hefur sett skáldið í farbann og gert hann volens nolens
að meðleikanda í hversdagsleiknum.
Það sem blasir við þegar þessi síðustu söfn eru skoðuð er kraftur sefjun-
arinnar, eins og að drekka vatn sannfærir Halldór lesandann um nauðsyn
griðarsáttmála Hitlers/Stalíns, innlimun Póllands, „afhjúpar“ Finnagaldur-
inn og lætur Stalín birtast eins og umhyggjusaman fjölskylduföður sem
stuggar nokkrum ófriðarseggjum og rónum frá lóðarmörkunum áður en
hann gengur til náða: „... fyrir bragðið eru nú tvö hundruð millljónir manna
öruggari en ella um líf sitfA
Á þessu méli þokast baráttan fýrir sjálfstæði íslands í sjónmál, andartak
er eins og Halldór ætli að snúast gegn fullum aðskilnaði og virðist vega þar
þyngst að það er erkifjandinn Jónas ffá Hriflu sem er ákafastur talsmaður
viðskilnaðar. Rökin sem Halldór færir fram eru fullgild: Kaupmannahöfn og
Hafnarháskóli eru nauðsynleg líftaug íslands við siðmenninguna og væn-
66
TMM 1998:2