Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 21
Halldór Guðmundsson Ofar hverri kröfu Um fegurðarþrá í Fegurð himinsins Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.1 Á þessum orðum hefst lokabindið í Heimsljósi Halldórs Laxness, þriðja stórvirki hans á sviði hinnar þjóðfélagslegu skáldsögu. Ásamt lokasetningum sögunnar, þar sem lýst er jökulgöngu Ólafs, eru þetta þau orð Halldórs sem einna oftast er vitnað til; hljómmikil, ljóðræn og svolítið óræð er eins og þau lyfti sögunni um raunalegt jarðneskt streð skáldsins Ólafs bókstaflega til himins. Halldór sagði sjálfur í viðtali að Heimsljós væri lýrísk bók með sálarlífslýsingum, enda verið að lýsa skáldi og skáldi fylgdi ljóðræna.2 Við það má bæta að hvergi verður lýrikin meiri en í lokabindi verksins, Fegurð himinsins, með leiðarstefjum sínum um ljósið, konuna, sólina, fegurðina og jökulinn. Svo eitt dæmi af mörgum sé tekið: „Fegurð hlutanna er æðri en þeir sjálfir, dýrmætari, flestir hlutir lítilsvirði eða einskis í samanburði við fegurð sína, æðst af öllu er fegurð jökulsins" (142). En úr hvaða þráðum er fegurð himinsins ofin, hvert er hún sótt og hvaða þýðingu hafa lokaorð verksins? Það eru spurningarnar sem ég ætla að velta fyrir mér í þessari grein og styðjast meðal annars við minnisbækur skáldsins, þar sem hann punktaði hjá sér jafhharðan hugmyndir, drög, einstök orð, setningar og tilsvör fyrir bækur sínar í bland við dagbókarnótur. Sá sem gluggar í þær er staddur á verkstæði skáldsins, jafnvel fremur en þó hann sé að lesa handrit verkanna; hér sést stundum í hráefnið nakið, og fylgja hugleiðingar um ætlun og merkingu. Samt eru töfrarnir ekki frá okkur teknir, nema síður sé: seiður orðanna sem að lokum fara á þrykk verður einungis magnaðri.3 Af kompunum verður m. a. ráðið að skáldið var þegar við samningu Húss skáldsins (þriðja hluta verksins) farinn að sjá síðasta hlutann fyrir sér sem ljóðrænan, jafnvel ójarðneskan: „þegar hann fréttir að hún sé dáin, verður TMM 1998:2 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.