Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 80
SVEINN EINARSSON segir skáldið söguna iðulega með tilsvörum einum, að hætti leikrita. í Skeggræðum gegnum tíðina, viðurkennir Laxness, að í síðustu skáldsögum sínum hafi hann reynt að brúa bilið milli skáldsagnagerðar og leikritunar. „Það verður auðvelt að leika ýmsar skáldsögur mínar svotil óbreyttar, þegar búið er að fella lýsingar niður“. Skeggræður komu út 1972 f]órum árum eftir skáldsöguna Kristnihald undir Jökli, en þá hafði og leikgerð Kristnihaldsins gengið á þriðja leikár í Iðnó. En Umbi heldur sem sagt vestur undir Jökul. Sá heimur sem þar mætir honum er harla ólíkur þeim heimi leikritanna, þar sem allt er falt, heimi þeirra Feilans Ó. Feilans, sem væri tilbúinn að selja sjálfa þjóðarsálina, ef hann bara kæmi krumlum yfir hana, heimur þeirra innflytjenda og útflytj- enda í Strompleiknum, fegurðarstjórans, Þrídísar Rögnvaldar Reykils í Dúfnaveislunni, heimur firna og fáránleika, heimur óþægilegra sanninda þó. En Umba skilst, að hér er einnig tekist á um sálir, kannski hans eigin sál líka. Ekki með hefðbundnum messum og öðru kirkjustússi, slíkt tilstand virðast menn þar um slóðir alveg hafa lagt á hilluna, heldur með því annars vegar að gera við prímusa, hins vegar með því að lífmagna jökla. Sagan er nánast byggð upp sem leynilögreglusaga og skýrslu Umba er ætlað hlutverk í samræmi við það. Það er þó ekki alls kostar auðvelt að halda hlutlægni sinni gagnvart öllum lífsins fyrirbærum eins og Umbi fær að kynnast, þegar Hnallþóra trúir honum fyrir reynslu sinni af hulduhrútnum. Hið yfirskilvitlega fer hálf-illa í skýrslu. Ekki gengur honum betur með safnaðarformanninn Tuma Jónsen eða dóttur hans Fínu: sannleikurinn er svo afstæður að engu tali tekur, hann blífur ekki einu sinni í munnmælum frá einni kynslóð til annarrar. Þegar Umbi reynir að koma viti fyrir klerkinn Jón, fá hann til að hirða laun sín eins og aðrir prestar og sinna sínum prestverkum, hefur hann heldur ekki erindi sem erfiði. Séra Jón er hins vegar fáanlegur að gera við hraðfrystihús, jafnvel þó að þau séu ekki arðbær, svo ekki sé nú minnst á amboð og skrár. Og að öðru leyti er honum fátt að vanbúnaði, maular eitthvað sem hann finnur í vasa sér. Um Helga bónda á Torfhvalastöðum segir séra Jón, að hann haldi að hann hafi fundið upp púðrið. Séra Jón er ekki uppveðraður af því, enda segir hann, að sá sem ekki lifi í skáldskap, lifi ekki af hér á jörðunni. Kannski hefur Henrik Ibsen hugsað eitthvað svipað, þegar hann var að búa til Hjálmar Ekdal. En er það ekki flótti? Umbi verður vitni að merkilegu samtali gamalla kviðmága, séra Jóns og heimsmannsins dr. Godman Sýngmann. Nægjusemi og óáreitni séra Jóns er Sýngmanni, sem raunar hét nú upprunalega bara Guðmundur Sigmundsson, kallaður Mundi, framandi líkt og heimtingar Sýngmanns af þessum heimi og öðrum eru séra Jóni framandi. Guðmundur þessi hefur haft árangursrík viðskipti víða um lönd, en þar kemur að hans 78 TMM 1998:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.