Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 126
JÓN VIÐAR JÓNSSON Þó að Þorgrímur komi talsvert við sögu, er hann ekki aðalpersóna leiksins. Sá heitir Albert Strpm, félagi Þorgríms. Hann er einnig nýtrúlofaður stúlku úr góðri íjölskyldu. Eru unnustur þeirra tveggja kunnugar, svo að leiðir Þorgríms og Alberts liggja óvænt saman heima hjá unnustu Alberts, fsabellu. Hún er munaðarlaus og býr hjá föðurbróður sínum, jústitsráði Bord, sem er bæði treggáfaður og hégómlegur, en slíkt var ekki fátítt um smáborgara í dönskum gamanleikjum frá síðustu öld. A daginn kemur, að stúdentamir hafa nokkru fyrr en leikurinn hefst brotist inn á heimili jústitsráðsins að næturlagiásamttveimur öðrum drykkjufélögum sínum oghaftþaríframmi óspektir. Kemst ísabella brátt á snoðir um, hverjir þar áttu í hlut og hótar að slíta trúlofuninni. Snýst leikurinn um tilraunir Alberts að smjúga úr klemm- unni, sem tekst vitaskuld að lokum. Langijörugasta persóna leiksins er drykkjufélagi þeirra Þorgríms, háðfuglinn de Busch, sem treður sér inn á heimilið, kemur sér ímjúkinn hjáhinu auðtrúajústitsráði oghefur jafnan á hraðbergi ísmeygilegar háðsglósur um það sem fram fer, áhorfendum til óblandinnar skemmtunar. Ólafur Davíðsson telur auðséð, að Chievitz hafi haft einhvern vissan íslending fyrir sér við sköpun persónunnar, því að sum orð hans séu ekki ólík því sem tíðkist meðal Hafnar-íslendinga „t.d. þar sem Þorgrímur er að grobba af kröftum sínum, eða segja að hann eigi von á peningum með póstskipinu“. Vitnar hann raunar til danskrar heimildar um þetta, blaða- greinar eftir mann að nafni Jakob Davidsen, þar sem fram komi, að de Busch sé myndaður eftir Arboe nokkrum Mpller, kandídat ogmiklum drabbara.13 Hafi fyrirmynd Þorgríms verið félagi hans og líka kunnugur Chievitz. Því miður viti Davidsen ekki hvað Þorgrímur hafí heitið réttu nafni, en geti þó sagt af þeim félögum þá sögu, að þeir hafi eitt sinn ruðst fullir inn á dansleik hjá fólki sem þeir þekktu ekki, verið „nærgöngulir við kvenfólkið, en ósvífnir við húsbóndann. Hann vísaði þeim á burt, en þeir gáfu því engan gaum og sátu sem fastast, svo húsráðandinn varð loksins að fá lögregluna til að skerast í leikinn, og urðu þeir félagar þá að hypja sig, nauðugir viljugir.“ Ber hér augljóslega mjög að sama brunni og í leiknum sjálfúm. Nú kynni að flögra að einhverjum, að fyrirmynd Chievitz að Þorgrími hafi verið kunningi Gröndals, Stefán Thorstensen, sá er síðar hugðist lumbra á Mantziusi fyrir að taka að sér hlutverk hins broslega íslendings í leikriti Hertz. Hafi svo verið, verður ekki séð, að Ólafur Davíðsson hafi nokkrar spurnir haft af því. Aldurs vegna verður það einnig að teljast fremur ósenni- legt; Stefán Thorstensen varð stúdent úr Reykjavíkurskóla árið 1851 og hefði mátt halda vel á spöðunum til að vera orðinn frægur slarkari eftir aðeins eins árs vist í borginni. En fleiri komu hér við sögu en hin ókunna fýrirmynd Þorgríms. Persóna 124 TMM 1998:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.