Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 11
BRÉF TIL KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR henni til að styrkja hana, einhverjar þær skörulegustu konur sem menn hafa vitað ekki aðeins á íslandi, heldur einnig í Vesturheimi. Einar bóndi hélt eftir sonum sínum þrem, Bjarna (síðar presti), Jóni (var hann ekki alþíngismað- ur) og Gísla, frægu glæsimenni sem hafði mannast í Danmörku og var mart talið til lista lagt. Loftur fer með hópinn vestur að ég held (en ábyrgist ekki) árið 1881. En hann hefur dvalist aðeins skamma stund heima í Spánarforks- sveit þegar hann verður fyrir slysi þar sem hann er að vinna með eyki múldýra fyrir vagni; fælast múlasnarnir og Loftur verður undir þeim og vagninum og lætur þar líf sitt. Þetta slys fréttist ekki til íslands fyr en vorið 1882 og koma Einari bónda í Hrífúnesi þau tíðindi að auki að kona hans fái einga linan meina sinna í Utah, heldur fari hnignandi. Þá tekur bóndi það ráð að hann sendir þann sona sinna er glæsilegastur var og mestur verald- armaður á stað til Vesturheims, til Utah, fær honum reiðufé sem til þarf og felur honum að vitja konu sinnar og dætra og flytja þær heim með sér aftur til íslands. Nú léttir Gísli Einarsson ekki sinni för fyren hann kemur í Spánarforkssveit, hittir þar móður sína og systur þrjár og segðist vera kominn að sækja þær og fylgja þeim til íslands og fagna þær því. Þá var Halldóra Árnadóttir úng og rík ekkja Lofts Jónssonar. Hún átti þar mikil og góð lönd, bú, hús stórmannlegt og aðrar eignir. Dótturdóttir hennar, Helga Gísladóttir Jónes, ein mest aðalskona sem ég hef átt orðastað við, sagðist í eingu vilja reingja þann almannaróm, að hin únga ríka ekkja hefði tekið föður sinn Gísla frá Hrífunesi á löpp óðar en hann var kominn vestur. Varð ekki úr heimferð til íslands þá um haustið, en veturinn næsta andaðist Guðrún Jónsdóttir af meini sínu, Gísli festi ráð sitt með Halldóru ekkju Árnadóttur, en hinar úngu konur systur hans, sem voru slíkar tignarkonur að það er enn haft að orðskvið í Utah, voru náttúrlega sjanghæaðar í tilhugalíf og hjónaband og þarmeð niðurnegldar í fyrirheitna landinu um tíma og eilífð. Þetta glæsilega fólk sem þarna verður innlyksa ekki vegna mormónisma, heldur vegna hjúskaparmála, leit aldrei glaðan dag í Utah, að sögn afkomenda þess. Helga tignarkona Gísladóttir, 84 ára og í hjólastóli, sagði við mig á dögunum: „My father never left Iceland. He kept on reading Icelandic books and never made any good in America." (Faðir minn fór aldrei burt af íslandi. Hann var sílesandi íslenskar bækur og kom aldrei ár sinni fyrir borð í Ameriku.) Ég talaði leingi við Hönnu dóttur Þorgerðar, þeirrar systur frá Hrífunesi er bar mesta persónu, og hafði þennan íslenska svip, sem þegar skaparanum tekst að ná honum réttum, einsog til dæmis í andlitinu á Jóni Sigurðssyni, gerir manni skiljanlegt hversvegna sumir ment- aðir og heimsvanir útlendíngar tala stundum af meiri virðíngu um íslend- ínga en aðra menn. Hanna geymdi mynd íslands í hug sér einsog einhverskonar endurspeglun af andliti móður sinnar Þorgerðar; þessi tígu- TMM 1998:2 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.