Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 30
HALLDÓR GUÐMUNDSSON
með sínum dýrlegu konum það er þeirra heimur, sjálfsánægjan í gaungulagi
þeirra veldur manni klígju, en hvað gerir það til?“ (229-230).
Það fer ekki hjá því að þessar svipmyndir minni á fræga ástarsögu
Hamsuns, Viktoríu. Jóhannes malarasonur er heillaður af ungu stúlkunni
frá herragarðinum, en nokkrum sinnum má hann horfa uppá hana skemmta
sér með sínum líkum, Ditlef og Ottó burgeis: „Unga fólkið fjarlægðist, hann
heyrði álengdar hlátur og mas. Jæja, verið þið sæl á meðan. En þau hefðu vel
getað haft hann með sér.“15 Halldór notar hér hliðstæða aðferð og Hamsun
til að undirstrika veruleikafirrð aðalpersónunnar, setja draumkennda ástar-
söguna í samband við raunveruleika mannlífsins, án þess þó að svipta hana
töfrum sínum. Þannig viðheldur höfundurinn tvísæi í fegurðarskynjuninni,
og gerir hana í raun áhrifameiri.
Það er ekki vikið að Viktoríu í minniskompum Halldórs, en þekking
Halldórs á sagnameistaranum norska fer ekki á milli mála, og með Sjálfstæðu
fólki hafði hann háð sína miklu glímu við Hamsun. Meira að segja í Gerska
æfintýrinu víkur hann góðu að skáldbróður sínum: „Bókmentir Norður-
landa utan íslands (og Finnlands) eru snauðar að manngerðum, að undan-
skildum Hamsún sem er sannkallaður ármaður hálfsiðunarinnar, enda lært
manna mest af Rússum; lífið er orðið of siðræktað, of slétt og felt, of
sálfræðilegt, of andstæðulaust“ (bls. 175). Hér er ekki ólíklegt að efnistök
Hamsuns hafi orðið Halldóri hvatning, því fáir skildu betur tvíræðni ástar-
innar en Norðmaðurinn - þótt vart geti á fjórða áratugnum norræn skáld
með ólíkari stjórnmálaviðhorf en þessa sagnameistara tvo.
Líkneskifegurðarinnar. Oft hefur verið skrifað um líkingar með ævi Krists og
lífshlaupi Ólafs Kárasonar, ítarlegast og skynsamlegast af Gunnari Kristjáns-
syni. Sú fullyrðing hans að þjáningin og fegurðarskynjunin séu höfuðþætt-
irnir í lífsmynstri Ólafs verður ekki dregin í efa, né ályktanir hans um
samlíðun Ólafs og rætur hennar í kristinni þjáningardulhyggju.16 Að sönnu
ber að fara varlega með trúarskoðanir Halldórs og Heimljós er vitaskuld
ekkert trúboðsrit. Sjálfur sagðist Halldór hafa skrifað sig frjálsan af kaþólsk-
unni með Vefaranum mikla „án þess þó að afneita grundvallarhugmynd
kirkjunnar.“17 í sjónvarpsviðtölum frá árinu 1976 segist hann með Vefaran-
um hafa skrifað íf á sér kristindóm um langt skeið og aðspurður kveðst hann
ekki aðhyllast nein sérstök trúarbrögð.18
En hvorki Gunnar Kristjánsson né Peter Hallberg nefna það verk sem
virðist - að frátöldum dagbókum Magnúsar Hjaltasonar - hafa vegið þyngst
við samningu Fegurðar himinsins, en það er Maríu saga, lífssaga Maríu
guðsmóður sem sett var saman úr ýmsum erlendum heimildum á íslandi á
13. öld. Halldór vék að því oft ar en einu sinni að þessi bók hafi verið í miklum
28
TMM 1998:2