Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 33
OFAR HVERRl KRÖFU stjórnarsambandinu gefur á að líta nokkrar frumstæðustu þjóðir jarðarinn- ar í baráttu sinni fyrir því takmarki að verða að manneskjum. Það er hægt að gleðjast yfir slíkri baráttu af ást til mannkynsins, ekki ást til fegurðarinnar, ekki enn“ (17). En þýddi þetta ekki að fegurðin og mannlífið eru elskendur sem geta ekki mæst, a.m.k. ekki enn? Ef ekki mátti beita mælikvarða fegurð- arinnar á mannlífið í þjóðfélagi sem hafði brotist undan oki auðvaldsins, hvar þá? Hlaut þá ekki fegurðarþráin að leiða skáldið burt frá mannlegu félagi, ekki af heigulshætti, heldur vegna þess að hann á ekki annars úrkosti? Skýrir þetta ekki að nokkru hina tregablöndnu fegurðarskynjun í Heimsljósi, sbr. þegar Bera brosir eitt sinn við Ólafi, „og hann var enn gripinn þeim sama trega sem fegurðin jafnan vakti í brjósti hans“ (Fegurðin, 227). Sé litið á Heimsljós sem heild má segja að höfundur Ólafs Kárasonar verði samferða söguhetju sinni, frá harðneskjulegu raunsæi og yfir í ljóðrænan óveruleika. Til marks má hafa lýsinguna á bænum undir jökli og fólkinu þar í fýrsta og síðasta kafla Fegurðar himinsins: Ekki aðeins þau höfðu sál, heldur hlutirnir kríngum þau. Þótt alt væri komið að fótum fram, bæarkornið, amboðin, búsáhöldin, var hver hlutur á sínum stað, alt hreint og snurfusað. Það var ekki samloðun efhisins að þakka að hlutir féllu hér ekki í sundur, - hvað mundi verða um þessa tréfötu ef hætt væri að mjalta í hana kvölds og morgna, hún mundi falla í stafi. (12) Þessi lýsing er óhugsandi í Sjálfstæðu fólki; hún stendur nær fólkinu í sveitinni hans Fals í Eystridal í Atómstöðinni, gamla fólkinu í Brekkukoti og vinnukonunni í Innansveitarkróniku. Hér er eitt fýrsta dæmið um þær „taóisku“ persónur sem Halldóri urðu æ hugleiknari þegar frá leið, og er þá átt við einstakt hugarfar þess við að taka því sem að höndum ber. Efnistök Heimsljóss eru öll ýktari en Sjálfstæðs fólks, en það er samt ekki fyrr en í lokabindinu sem Halldór kveður raunsæið til að leita fegurðarinnar. Hana er ekki að finna í mannlífmu, ekki einu sinni því sem Halldór batt mestar vonir við. Hann segir þess vegna um stund skilið við epík sína og gefur sig lýríkinni á vald - í lok hinnar síðustu stóru þjóðfélagslegu skáldsögu sinnar. í þessum spegli á heima Eitt og Alt. Ekkert er erfiðara en að skrifa um fegurðina, og í minniskompum sínum og uppköstum verksins brýnir Hall- dór sig til dáða. Það er greinilegt að hann vill segja skilið við orðmargan stíl æskuverka sinna, þótt honum takist það ekki alltaf í Heimsljósi, hann vill forðast ofskýringar og mælgi. í fyrsta handritinu að Ljósi heimsins segir á titilblaði: TMM 1998:2 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.