Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 52
Arni bergmann Við eigum vitanlega forna hefð fyrir því að skáld mæri höfðingja og þiggi laun fyrir, en að Einari Benediktssyni undanskildum hafa fáir orðið til að mæla beinlínis með því að íslenskir höfundar feti í fótspor hirðskálda. Allt frá rómantískum tíma hefur sú skoðun haft betur bæði á íslandi og allt um kring, að það sé ekki hollt skáldum að gerast handgenginn valdsmönnum. Ekki ráðlegt að komast í bland við tröllin. Steinn Steinarr kallaði kvæði sitt gjöf sína til lífsins: „Ég veit hún er lítil, og þó var hún aldrei til þægðar / þeim sem með völdin fóru á landi hér“ segir hann í kvæði sem Halldór Laxness vitnar til í minningarorðum um skáldið. „Fleðulæti við yfírvöldin í skáld- sögum mjaka höfúndi sínum lítið frammávið í listinni" segiriHalldór í grein sinni um Dr. Zhivago.12 í reynd hefúr það orðið ríkjandi viðhorf (en vitaskuld ekki allsráðandi) með^l rithöfunda, að allt vald sé varhugavert, hvort sem það fer fram með ofbeldi og grimmd eða blíðmælum og sæmilegri kurteiji. Því hverjar sem aðferðir þess eru og eins þótt erindrekar þess og handhafar hafi vit á að lofa óstýrilæti bókmennta í ræðum, þá vilja þeir töluvert á sig leggja til að komast hjá því að skáld geri þann óskunda að trufla þá almennu meðalhegðun sem hverju kerfi er þægilegust. Fjölmargir odd- vitar og talsmenn bókmenntanna hafa aftur á móti látið sig dreyma um að þær geri breið strik í pólitíska reikninga og efnahagsreikninga, geti truflað sæla sjálfsmynd valdsmannsins og meðalmennskufrið í samfélaginu. Það viðrar að sönnu misjafnlega fyrir þeim draumi, engu að síður gleymist hann sjaldan með öllu til lengdar, eins og síðar skal vikið að. IV Skyldan til að gagnrýna ástandið heima hjá sér er aldrei einfalt mál. Við hljótum t.d. að viðurkenna að ekki er á allra færi að gegna henni. Heldur ekki hægt að verða við henni eins og eftir pöntun. Ekki hafa allir skrifandi menn einlæga þörf fyrir að láta leiða sig í slarkið. En hitt er víst Halldór Laxness gekk til glímu af fúsum og frjálsum vilja. Gunnar Gunnarsson sagði í grein um Halldór sem áður var til vitnað: Sá sem vill skilja skáldið ffá Laxnesi gerir vel í að hugfesta að þegar hann lagði land undir fót var það með þeim ásetningi að verða bæði skáld og kennari. f sál hins unga manns úr Mosfellsdalnum var umbótaástríðan að minnsta kosti jafn rík listhneigðinni.13 Umbótaástríðan, sem úrtölumenn kenna gjarna við freka áráttu til að hafa vit fyrir öðrum, er vissulega á sínum stað í verkum Halldórs Laxness. Hvort sem hann barðist fyrir tannhirðingu, hagræðingu í landbúnaði, prentlist, 50 TMM 1998:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.