Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 140

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 140
KRISTjAN KRISTJÁNSSON að vara landsmenn við krappri lægð úr suðri vegna þess að það gæti gerst að lægðin breytti um stefnu?Hvort á maður að hlæja eða gráta að gremjudjarf- mælum Guðna og órum við eldavélina? Ef ég túlkaði sjónarmið Guðna jafnfrjálslega og hann mín myndi ég lýsa skoðun hans svo að háskólakennarar ættu helst að velja sér rannsóknarefni sem væru óholl þeim sjálfum og gagnslaus almenningi - og þeir hefðu engum siðferðisskyldum að gegna, síst af öllu gagnvart þeim sem nýtt gætu sér sérfræðiþekkingu kennaranna í daglegu amstri. Þar sem engir viti neitt íyrir víst ættu allir að steinhalda kjafti því að ella úthýsi þeir öllum efa. Mér dettur ekki í hug að lýsa skoðun hans á þennan hátt, enda tel ég víst að þegar móðurinn renni af honum muni naumast meira á skilja með okkur en hálft mörbjúga um skyldur háskólakennara. En þess er vart að vænta að við verðum allvel sáttir um þau mál íyrr en hann hefur gengið betur úr skugga um hvað er raunverulega undir pottlokinu á hraðsuðuhellunni og náð að hemja þrá hinnar upptendruðu eldamennsku sinnar eftir vídd. IV Guðni kemst ekki allstutt í tilraun sinni til að sýna fram á að ég niðri bókmenntum svartra skáldkvenna, enda vex málgleði hans þar að sama skapi og rökvísin þverr. Eitt örstutt, gráglettið dæmi um „fleðufræði“ úr ritgerð minni - um leit að ritverkum nógu marg-jaðraðs einstaklings óháð bók- menntalegu gildi (blökkukonu í hjólastól er varð fyrir kynferðislegri áreitni í bernsku, giftist síðan tvíkynhneigðum alkóhólista af spænskum ættum og ól upp með honum þroskaheft bam) - verður Guðna þannig tilefni til átta blaðsíðna umræðna um óræktarhug minn til blökkukvenna og ritstarfa þeirra. Hérer nýtt met slegið: Ein fjöður verður að flífahænum en ekki fimm. Það að ég skuli telja kennslu sígildra verka voða búinn af pólitískri rétthugsun ber lævísleg merki „hugmyndafræði sem útilokar stóra samfé- lagshópa í nafni almannahags. Slíkmenningarsýn [...] er íraun réttri aðeins andlegur þrældómur“ (87). Ekki er aðeins að ég dragi upp „villandi mynd af verksviði femínista“ (86) (sem ég minnist að vísu ekki orði á í ritgerðinni!) heldur kalla ég það „fleðufræði að lesa og kenna verk skáldkvenna sem hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi“. Já, og að mínu mati „hafa svartar skáld- konur, með því einu að færa reynslu sína á blað“, þar á meðal Maya Angelou og Toni Morrison, „vegið að því besta sem finna má í hefðbundinni bók- mennta-, heimspeki- og vísindahefð“ (90)! Nú má deila um hvort pólitísk rétthugsun hafi í raun gert jafnmikinn skurk í bókmenntafræðideildum háskóla og margir vilja vera láta. Guðni færir fram þau rök gegn því að svo sé að námskeið um Shakespeare séu enn 138 TMM 1998:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.