Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 84
SIGÞRÚÐUR GUNNARSDÚTTIR meir og atvik vísa sífellt framávið til þeirra stunda í lífi Nóbelskáldsins sem óþarfi er að segja frá. Hér er þessi sjálfssköpun minningabókanna til athug- unar. Hver eru einkennin sem þroskast á þessum árum, gera strákling að skáldi, og hvers vegna er staðnæmst við tvítugsaldurinn þegar Barn náttúr- unnar er nýrunnin úr prentsmiðju, við bláupphaf þess sem mætti ætla að væri frásagnarvert í lífi Halldórs Kiljans Laxness? Að segjafrá sjálfum sér Á undanförnum árum og áratugum hafa rannsóknir á sjálfsævisögum tekið miklum breytingum. í stað þess að snúast um sannleiksgildi sagnanna eða sálrænan þroska þess sem sagt er frá beinast þær nú fremur að bókmennta- sköpun sjálfsævisögunnar, aðferðum hennar, möguleikum og takmörkun- um. Bent er á að sjálfsævisaga geymi aldrei einfaldlega sannleikann um ævi þess sem skrifar, heldur sé hún eins og hver önnur skáldsaga þar sem lögmál persónusköpunar og byggingar eru í fullu gildi. í hefðbundinni sjálfsævisögu eru óskyldir hlutir tengdir saman til að mynda merkingu sem er í samræmi við lokaútkomuna, stöðu og líf þess sem segir söguna, sögumanns og höf- undar.4 í minningabókum Halldórs Laxness eru 60 ár og mikil reynsla á milli aðalpersónu og sögumanns. Þegar við skiljum við skáldið unga í lok síðustu bókar hefur það reyndar verið að skrifa bækur frá sjö ára aldri en ekki birt nema skáldsöguna Barn náttúrunnar og nokkrar smásögur í Berlingske Tidende. Rithöfundurinn sem segir frá er á hinn bóginn Nóbelsverðlauna- höfundur, staða hans er óumdeild á þeim tíma sem bækurnar eru ritaðar; hann ber höfuð og herðar yfir aðra rithöfunda aldarinnar á íslandi. Þótt minningabækurnar fjórar fjalli að nafninu til um unga skáldið snúast þær ekki síður um gamla skáldið. Rödd sögumannsins er fyrirferðarmikil í textanum og skoðanir hans raunar yfirgnæfandi þegar að er gáð. Þótt sögumaður kalli viðfangsefni sitt háðslegum nöfnum eins og barn, dul- klæddan krakka, hálfkrakka og fleira þess háttar einkennist textinn af sátt, skoðanir þess gamla og þess unga eru nær alltaf á sömu lund og sögumað- urinn er aldrei andsnúinn því sem aðalpersónan tekur sér fyrir hendur. í þessu sambandi má nefna viðbrögð aðalpersónunnar þegar hann hefur lesið Gróður jarðar eftir Knut Hamsun og líkar ekki: „Svona einfalt varð strax á þessum Hafnardögum svar mitt við Markens gröde. Ekkert vandamál hefúr verið leyst.“ (Úev 150). Annað dæmi er afstaða Halldórs til myndlistar. Listasöfn Kaupmannahafnar heilluðu ekki söguhetjuna sautján ára og hinn fullorðni sögumaður telur „að skandínavísk myndlist hafi verið algert tíma- 82 TMM 1998:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.