Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 12
HALLDÚR KILJAN LAXNESS
lega áttræða kona komst svo mjög við þegar hún mintist á landið sem verið
hafði upphaf og endir allrar tilveru móður hennar í fjarlægðinni, að ég lenti
í hálfgerðum vandræðum að skýra fyrir sjálfum mér hvernig hægt væri að
taka svona mikið mark á sérstöku landi. Fjallið fyrir ofan og austan Spánar-
forkssveit, þar sem sólin kemur upp yfir íslenska mormóna, Blessaðafjallið
sem kallað er (Sierra Benida), er þó talið vegna symmetríu sinnar eitt fegursta
fjall í allri Ameriku. I dag áður en ég fór að skrifa þetta var ég á akstri í þrjú
þúsund metra hæð uppi í tröllagiljum (canyons) þess fjalls sem indíánar hafa
heitið eftir frægri konúngsdóttur, Timpanogos; og þessi tröllagil eru sum-
staðar alt uppí tíu sinnum hærri en Almannagjá, og þarna er skógurinn
eintóm skjálfandi ösp, og í þessu bæði stórkostlega og unaðsfagra landslagi
sem er þúsundfalt merkilegra en Island feingu íslendíngar að smala fé vild
sína. Ég talaði áður um Helgu Gísladóttur sem einhverja mestu aðalskonu
sem ég hefði augum litið, en áður en biskupinn fylgdarmaður minn fór með
mig til Hönnu, sagði hann: „Nú ætla ég að sýna þér Hönnu, til þess þú fáir
ofurlitla hugmynd um hvílík drotníng Þorgerður móðir hennar hefur verið.“
Já það er eingin lygi, ég hef vitað drotníngar, en aungvar einsog þessar af
Hrífunessætt. Hún átti eftir móður sína tvær bækur, Sjöorðabókina og
Ljóðmæli Þorláks skálds Þórarinssonar. Ég legg hér innaní mynd af Þorgerði,
sem ekki er líkt því eins góð og aðrar sem ég sá, en það var myndin af henni
ýngstri, og Hanna sagði: „Þetta er effirlætismyndin mín af móður minni. Ég
bið þig að fara með hana til íslands og geyma hana þar.“
Úr Gísla Bjarnasyni, þessu mikla glæsimenni, varð semsé ekki neitt í Utah,
nema hvað hann eignaðist myndarlega og vel gefna afkomendur, og eru
sumir hverjir fyrirfólk á menníngarsviði hér, einsog t.d. Loftur Bjarnason
hinn ýngri, og hinn eldri reyndar líka, sem af einhverjum óútskýrðum
ástæðum kallaði sig Bjarnason (líklega eftir afa sínum sem var (Einar)
Bjarnason. Gísli lifði í tvíkvæni, hann tók sér að annarri konu Maríu hálf-
systur Halldóru konu sinnar og átti með henni son sem Magnús hét (ef ég
man rétt) og dó sá á únglíngsaldri. Ég sendi þér hér að láni tvær myndir á
kabínett-stærð af Gísla með báðum fjölskyldum sínum. Á fimm persóna
myndinni eru þau hjón Gísli og Halldóra, en á bak við þau Loftur Bjarnason
eldri og Helga sem ég talaði við í hjólastólnum á dögunum, en systirin sem
á hnjánum liggur fremst á myndinni er mér ókunn að nafni. Á hinni
myndinni hygg ég að konan sé María, en ekki Halldóra, þó afkomandi Gísla
einhver í fjórða lið hafi skrifað aftaná myndina þessi orð: „Great grandpa
Bjarnason & lst wife with child of second marriage - July 14 1959“ (svo).
Dreingurinn á bakvið er m.ö.o. Magnús sonur Maríu. En sýnist þér ekki alveg
örugglega vera sín hver konan á myndunum? Ég fæ með eingu móti séð að
þetta sé sama konan. Munnsvipurinn er annar og augnasvipurinn. öðruvísi
10
TMM 1998:2