Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 28
HALLDÓR GUÐMUNDSSON
þau).11 í sömu bók er líka kvæðið „Der Dichter in Zeiten der Wirren“
(Skáldið á villugjörnum tímum), þar sem George fjallar enn um að skáldið
sé utanveltu á átakatímum, á spádóma hans og visku sé ekki hlustað, hann
sé dæmdur til einsemdar. Þó að Ólafur Kárason sé að sönnu ekki spámann-
lega vaxinn, er þetta samt hlutskipti hans. Hann stígur einu sinni á stokk og
heldur fræga ræðu yfir erfiðismönnum á Sviðinsvík, en hverfur svo aftur úr
baráttunni í sitt einkastrit. Hann er utangarðs einsog skáldið hjá George og
tekur ekki þátt í átökum „hinna“.
Ólafur heillast af konunni og gengur á vit hennar í náttúrunni og er í þeim
skilningi ljóðræn persóna. í upphafi kynnumst við honum einum, í fjöru-
borðinu, svo víkkar sjónarhornið og við fylgjum honum um skeið á vit
mannlífsins, en göngum að lokum með honum einum á jökulinn, í átt til
himins.
Lokamótíf í Ólaf Kárason. Skáldverk byggja á öðrum hugverkum, en líka á
reynslu og skynjun höfundar. Vel þekkt er ferðin sem Halldór fór vestur á
fírði með Vilmundi Jónssyni til að viða að sér efni í Heimsljós, og segir frá í
Dagleið áfjöllum. En í sambandi við skynjun fegurðarinnar, einsog hún er
hér til umræðu, má nefna tvær aðrar ferðir Halldórs og gerólíkar. í sjónvarps-
viðtali við Jakob Benediktsson rekur hann „landafræði“ Heimsljóss: Segir frá
ferðinni með Vilmundi, frá heimsókn sinni til Ólafsvíkur sem varð honum
fyrirmynd að Sviðinsvík, og frá því þegar hann gengur á Eyjafjallajökul með
Guðmundi Einarssyni frá Miðdal (líklega 1938).12 Á þá ferð minnist hann
líka í Skáldatíma: „Ekkert afl milli himins og jarðar hefði getað dregið mig
útí skíðagaungur og útilegur á jöklum nema þetta skáld.“13
Eyjafjallajökull verður síðan fyrirmyndin að þeim jökli sem Ólafur Kára-
son gengur loks á. f minniskompunni um Fegurð himinsins segir: „Á Eyja-
fjallajökli. Drángshlíð. Nota leiðina þangað upp sem lokamótíf í Ólaf
Kárason“ (Mk IV, 3). Ljóst verður út frá minniskompunni að Halldór hefur
reiknað tímasetningar út frá göngunni á Eyjafjallajökul: Áætlað að Ólafur
verður að leggja af stað aðfararnótt páskadags (kl. 4 að morgni) til að koma
upp á jökulinn þegar sólin steypir geislum sínum yfir hann, svo hann geti
orðið við því sem Bera segir við hann að skilnaði: „Hugsaðu um mig þegar
þú ert í miklu sólskini“ (Fegurðin, 248). Hvað sem öllum bókmenntaminn-
um líður hefur jökulganga Halldórs sjálfs á Eyjafjallajökul, líklega eftir þeirri
leið sem kennd er við Fimmvörðuháls, ráðið mestu um lokamótífið í Fegurð
himinsins.
í minniskompu rekst lesandinn á aðra upplifun, eða nánar tiltekið hughrif
sem Halldór heldur til haga. Hann er þá í Sovétríkjunum, punktandi hjá sér
26
TMM 1998:2