Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 28
HALLDÓR GUÐMUNDSSON þau).11 í sömu bók er líka kvæðið „Der Dichter in Zeiten der Wirren“ (Skáldið á villugjörnum tímum), þar sem George fjallar enn um að skáldið sé utanveltu á átakatímum, á spádóma hans og visku sé ekki hlustað, hann sé dæmdur til einsemdar. Þó að Ólafur Kárason sé að sönnu ekki spámann- lega vaxinn, er þetta samt hlutskipti hans. Hann stígur einu sinni á stokk og heldur fræga ræðu yfir erfiðismönnum á Sviðinsvík, en hverfur svo aftur úr baráttunni í sitt einkastrit. Hann er utangarðs einsog skáldið hjá George og tekur ekki þátt í átökum „hinna“. Ólafur heillast af konunni og gengur á vit hennar í náttúrunni og er í þeim skilningi ljóðræn persóna. í upphafi kynnumst við honum einum, í fjöru- borðinu, svo víkkar sjónarhornið og við fylgjum honum um skeið á vit mannlífsins, en göngum að lokum með honum einum á jökulinn, í átt til himins. Lokamótíf í Ólaf Kárason. Skáldverk byggja á öðrum hugverkum, en líka á reynslu og skynjun höfundar. Vel þekkt er ferðin sem Halldór fór vestur á fírði með Vilmundi Jónssyni til að viða að sér efni í Heimsljós, og segir frá í Dagleið áfjöllum. En í sambandi við skynjun fegurðarinnar, einsog hún er hér til umræðu, má nefna tvær aðrar ferðir Halldórs og gerólíkar. í sjónvarps- viðtali við Jakob Benediktsson rekur hann „landafræði“ Heimsljóss: Segir frá ferðinni með Vilmundi, frá heimsókn sinni til Ólafsvíkur sem varð honum fyrirmynd að Sviðinsvík, og frá því þegar hann gengur á Eyjafjallajökul með Guðmundi Einarssyni frá Miðdal (líklega 1938).12 Á þá ferð minnist hann líka í Skáldatíma: „Ekkert afl milli himins og jarðar hefði getað dregið mig útí skíðagaungur og útilegur á jöklum nema þetta skáld.“13 Eyjafjallajökull verður síðan fyrirmyndin að þeim jökli sem Ólafur Kára- son gengur loks á. f minniskompunni um Fegurð himinsins segir: „Á Eyja- fjallajökli. Drángshlíð. Nota leiðina þangað upp sem lokamótíf í Ólaf Kárason“ (Mk IV, 3). Ljóst verður út frá minniskompunni að Halldór hefur reiknað tímasetningar út frá göngunni á Eyjafjallajökul: Áætlað að Ólafur verður að leggja af stað aðfararnótt páskadags (kl. 4 að morgni) til að koma upp á jökulinn þegar sólin steypir geislum sínum yfir hann, svo hann geti orðið við því sem Bera segir við hann að skilnaði: „Hugsaðu um mig þegar þú ert í miklu sólskini“ (Fegurðin, 248). Hvað sem öllum bókmenntaminn- um líður hefur jökulganga Halldórs sjálfs á Eyjafjallajökul, líklega eftir þeirri leið sem kennd er við Fimmvörðuháls, ráðið mestu um lokamótífið í Fegurð himinsins. í minniskompu rekst lesandinn á aðra upplifun, eða nánar tiltekið hughrif sem Halldór heldur til haga. Hann er þá í Sovétríkjunum, punktandi hjá sér 26 TMM 1998:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.