Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 139
NÝRNMÖR AF ALISVÍNI
unarinnar vegna - og hins vegar í áminningu um þá samhjálparkvöð sem
hvíli á þeim er hafi yfir þekkingu að búa er forðað geti öðrum frá voða.
Ég tek skýrt fram að þótt viðurkenning á samfélagsgildi sem áhrifaþætti
við val rannsóknarefna og við opinberar styrkveitingar til rannsókna skipti
máli fræðilega þá hafi hún „naumast jafntilþrifamiklar afleiðingar fyrir starf
í háskóla og einhverjir kynnu að ætla“; og höfuðástæðan sé óvissan um
framtíðarnot.10 Hvað af því sem ekki virðist hafa hagnýtt gildi nú gæti reynst
hafa það síðar? Dæmin sem ég hlýt að taka af rannsóknarefnum sem ekki ná
máli verða því eðli sínu samkvæmt langsótt og jafnvel fjarstæðukennd:
sóknaraðgerðir í fótbolta, rannsóknir á höggstokkum sem vænlegu morð-
tóli, sú tegund auglýsingasálfræði sem snýst um að finna ráð til að blekkja
fólk og sú tegund bókmenntafræða þar sem val lesefnis ræðst ekki af ágæti
ritverkanna heldur því að þau uppfýlli kvótakvöð um að hafa verið samin af
einstaklingum í nógu afskiptum jaðarhópum. Ég get þess jafnvel sérstaklega,
til að fyrirbyggja allan misskilning, að ég sé „ekki að leggja til að vegið sé að
akademísku frelsi" háskólakennara til að velja sér rannsóknarefni heldur
aðeins að minna þá á ábyrgðina sem fylgi frelsi þeirra til slíks vals.11
Vegsagnarskylduna styð ég svo meðal annars með samanburðardæmi af
biívélavirkja sem sér nágranna sinn vera að bauka við bíl af kunnáttuleysi
og ber að vara hann við hættunni á að slasa sig.
Þessar, að mér þótti fremur hófsömu og meinleysislegu, ábendingar mínar
verða að slíkum nýrnmör í potti Guðna að sletturnar ganga í allar áttir.
Farsældarkvöðin sem ég prédika er hvorki meira né minna en „ógn við
fræðasamfélagið" og afleiðingamar af henni yrðu „skelfilegar“. Ef „forræð-
ishyggjan" um rannsóknirnar fengi að ráða væru ,jieil fræðasvið" dæmd
ómerk (84), þar á meðal að mér skilst hvorki meira né minna en öll
bókmenntafræði nútímans. „Forræðishyggjan" gagnvart almenningi er ekki
hótinu betri því að í henni birtist tilhneiging fræðimannsins til að miðla
sannleikanum „niður til þjóðar sinnar". Ég virðist hafa gleymt því að „stund-
um hafa fræðimenn rangt fyrir sér“ (95) og úthýsi öllum efa í nafni hug-
mynda um „sönn fræði“ (96) sem ég telji mig fullfæran að greina frá
ósönnum.
Já, hvílíkur daggarður er ekki falinn í róðu farsældarhyggjunnar! Hæng-
urinn er sá að Guðni keppist hér við að greiða vexti af skuld sem ekki er
gjaldfallin og verður það aldrei af mínum völdum. Hvar forkasta ég bók-
menntafræði nútímans sem fræðum á ystu snö^? Hvar dæmi ég heilu
fræðasviðin ómerk; er tiltekin misbeiting á auglýsingasálfræði eða bók-
menntafræði ef til vill „heilt fræðasvið“? Er öll lýðfræðsla á opinberum
vettvangi lítillækkandi fyrir almenning? Felur sú staðhæfing að einn þykist
geta sagt öðrum til í sér að sá fýrri úthýsi öllum efa?12 A veðurfræðingur ekki
TMM 1998:2
137