Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 103
SÖGULOK
síðna, er spurningin, með tilbrigðum, Ertþetta þú! Og merkingin er: Ert þú
sálufélagi minn, ertþú ætluð méfi Og svarið við þessari spurningu er án afláts
„Nei“ - þar til á lokasíðum sögunnar, að lausnin næst, mitt í blóðugum
harmleik þar sem engin málamiðlun er möguleg.
Ert þetta þui er sömuleiðis spurning sem hinn ólæknandi lesandi spyr sig
stöðugt, í óendanlegri leit sinni að bókinni sem seðja mun hið innra hungur.
Þetta er spurningin sem við tökum með okkur á vit bókanna á safninu,
tökum niður hvert bindið af öðru, óþolinmóð, og það er spurningin sem við
spyrjum þegar við grömsum í kassanum á fornbókasölunni: Ert þú sálufélagi
minn, ert þú mín bók?
í minningargreinunum lesum við að hinn mikli íslenski rithöfundur
Halldór Laxness hafi látist 8. febrúar 1998 á hjúkrunarheimili utan við
Reykjavík. En það eru varla sögulok. Þegar um er ræða rithöfund sem hafði
vald á slíkri grimmd og mildi, hugprýði og samúð, þá efast ég ekki um að á
stöðum fjarri Reykjavík - í Tokyo eða Nairobi, Quitó eða Canberra - munu
lesendur um áratugi taka upp skáldsögu eftir Halldór Laxness, á einhverju
þessara meira en þrjátíu tungumála sem þær hafa verið þýddar á, og þeir
munu spyrja Ert það þú7. Og bókin mun svara með jafn sérlegum og áhrifa-
miklum hætti og ævinlega: Já það er ég.
Sigurður G. Tómasson þýddi
Brad Leithauser er þekktur bandarískur rithöfundur og hefur oft
dvalist á fslandi. Hann var um árabil í stjórn „The Book of the Month
Club“ og hefur ritað gagnrýni fýrir „The New York Times“, „Time“
og „The Times Literary Supplement" og fleiri blöð og tímarit. Hann
er nú lektor í bókmenntum við háskólann í Holyoke í Massachusetts.
Hann beitti sér fýrir því að saga Halldórs Laxness, Sjálfstætt fólk, var
á síðasta ári gefin út að nýju í Bandaríkjunum og ritaði formála þeirrar
útgáfu. Greinin var rituð fýrir The New York Review of Books og birtist
þar í mars s.l. Tilvitnun í Kristján Karlsson er úr formála hans að
bókinni Halldór Kiljan Laxness (útg. 1962).
S.G.T.
TMM 1998:2
101