Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 130

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 130
JÓN VIÐAR JÓNSSON þegar leikritið var loks leikið í október 1860. Þá hafði það verið prentað ásamt bréfi Hertz, oger vafalaust rétt til getið hjá Ólafi, að sú ráðstöfun hafi mildað hug íslendinga. Á hinn bóginn kynni þessi saga öll að benda til þess, að Fortíð Chievitz fáeinum árum áður hafi farið meir fyrir brjóst landans en Ólafi er kunnugt um og það jafnvel átt nokkurn þátt í hræðslu hinna konunglegu leikara. í jafn lítilli borg og Kaupmannahöfn hlutu stúdentar og leikarar að rekast hverjir á aðra, þó að fæstir íslendinganna muni hafa verið fastagestir í húsum leikaranna, líkt og Sigurður málari hjá Rosenkilde - enda bjó þar víst annað undir en einskær vinátta, sé einhver fótur íyrir sögu Ólafs. Ólafur Davíðsson endar grein sína, sem hér hefur verið vitnað til, með þeim orðum, að En Fortid sé „mjög auðvirðilegt rit að því er skáldskap snertir“, en Besoget i Kobenhavn „prýðisvel samið og þaulhugsað", enda hafi Hertz verið eitthvert hið besta skáld Dana á sinni tíð og sá vitnisburður sem hann beri íslendingum í bréfi sínu því alls ekki ómerkilegur. Hann kveðst einnig hafa heyrt, að Benedikt Gröndal hafi ort skammir um Hertz „jafnvel bæði á dönsku og íslensku" og telur ekki ólíklegt, að þær standi í sambandi við leikritið. Ljóðabréf Gröndals til Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara, sem Hannes vitnar til í upphafi greinar sinnar, sýnir að sú tilgáta er rétt, a.m.k. hvað varðar hina íslensku útgáfu kveðskaparins. Hannes Pétursson telur það blábera missögn Gröndals, að Hertz hafi sett sér að hæðast að íslendingum í Besoget i Kobenhavn. Honum finnst Hertz fremur eiga þakkir skildar en last fyrir að láta íslenskan Hafnarstúdent koma fram á sviðinu. Frásagnir þeirra Ólafs Davíðssonar og Benedikts Gröndal bera þó með sér, að íslendingum á danskri grund fannst gamanið ekki græskulaust. Þó að Hertz kunni að hafa lagt leikrit sitt ffam á óheppilegum tíma innan leikhússins, er engin ástæða til að halda, að skýringar leikhús- stjórnarinnar hafi verið einber fyrirsláttur. Hafi Hafnar-íslendingum sárnað Þorgrímur í leikriti Chievitz, voru þeir örugglega ekki búnir að gleyma honum, þegar fregnir tóku að spyrjast út um leik Hertz. Fyrir daga sjónvarps, útvarps og kvikmynda var leiksviðið einn af öflug- ustu fjölmiðlum samfélagsins,ef ekki sáöflugasti. Væri þar sveigt að einstök- um mönnum - eða samfélagshópum - fylgdi slíku mun meiri þungi en það gerir alla jafna nú. Gamanleikir hafa alltaf að miklu leyti verið byggðir á föstum persónutegundum, manngerðum sem ganga aftur í ólíkum verkum, þó að einstaklingsgervi séu hvert með sínu móti. Áttu Hafnar-íslendingar nú að verða fastagestir á dönsku leiksviði sem hjátrúarfullir drykkjumenn eða ódannaðir aulabárðar, óhæfir íhúsum dönsku borgarastéttarinnar? Það var ekki nema eðlilegt, að slíkar spurningar vöknuðu, þegar annað leikrit af líku tagi og En Fortid fylgdi svo brátt í kjölfarið. Annað ber að hafa í huga: þegar þessir leikir komu fram, var örskammt 128 TMM 1998:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.