Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 53
HALLDÓR LAXNESS OG HÖFVÐSKYLDA RITHÖFUNDAR sósíalisma, mannlegri samábyrgð á hungri í heiminum eða gegn atóm- bombunni, framræslu mýra og allsherjarteoríum - eða þá óþörfum kenn- aratilburðum í skáldsögum! En eins og sjálf þessi upptalning gefur til kynna, þá getur hver lesandi fundið í verkum Halldórs mjög misjafnar áherslur á þá „frumskyldu" rithöfundar að halda uppi gagnrýni. Þegar gripið er niður í skáldsögur og ritgerðir fjórða og fimmta áratugarins sjáum við Halldór vara í orði og verki við „hrapallegu tilgángsleysi“ í skáldsögum samtímans og áfellast „borgaralegar nútímabókmentir11 fyrir að „hafa hætt allri viðleitni til að skírskota til fólksins, (hætt) að gera tilraun til að semja sig að hugðarefn- um þess“.14 Frá því á sjötta áratugnum sjáum við aftur á móti í bókum hans marga fyrirvara setta um umsvif rithöfunda á vettvangi dagsins og töluverða andúð í garð þeirra sem sífellt ætlast til þess að rithöfundar séu einskonar „alætur á mannleg vandamál“15 og tyggi þau ofan í lesendur, ef svo mætti að orði komast. Nenni menn að horfa um öxl yfir næstliðna öld eða ríflega það, rifjast upp mörg dæmi um sveiflur á milli tveggja póla í allri umræðu um bókmenntir og hlutverk þeirra. Stundum ráða mestu raddir sem krefjast þess að bók- menntirnar taki afstöðu, fari með boðskap, „taki vandamál til umræðu“ (Brandes). Burt með skoðanafælni, brjótum fílabeinsturninn, lifi baráttan! í annan tíma er fussað yfir boðskaparbókmenntum og vandamálafargani sveiað, skáldskapur á að vera „ofar víggirðingum“ (Pasternak), listin þjónar fegurð, bókmennntir eru dásamlega gagnslausar, listin nærist á list og lýtur aðeins eigin lögmálum, á sér tilgang í sjálfri sér. Reynum betur á þanþol tungumálsins, finnum tengsli sem ekki komu fyrr í ljós, lifi fantasían! Sjaldan eru menn alfarið öðrum megin á klakki, sumir höfundar berast með sveiflum í hugmyndatísku af fúsleika, aðrir streitast á móti og reyna að halda í eitthvað sem þeir áður töldu réttast, margir munu í reynd reyna að koma sér upp einhverskonar prívatsyntesu úr andstæðunum eða „öfgunum". Hjalmar Gullberg segir í ljóði sínu um fílabeinsturn skáldskaparins: „Það skiptir miklu að einhver drauminn tigni.“ En lýkur síðan máli sínu á þessa leið: Þér, Turnsins menn, ég tel mig yðar liðs þótt Turnsins lög ég einnig geti brotið Einn daginn mun ég hittast utanhliðs með hjartað sundurskotið. (Þýð. Magnúsar Ásgeirssonar) Oft er þessum tveim pólum í afstöðu til bókmennta lýst sem hliðstæðu við tíðindi af pólitískum vettvangi: róttæknin, vinstrimennskan heimtar afstöðubókmenntir, íhaldssemin, hægrimennskan vill óháðar bókmenntir, TMM 1998:2 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.