Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 9
BRÉF TIL KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR - að öðru leyti - prýðilegu trú fyrir mér: það var einsog alveg einhver stóróþægilegur draumur, mér liggur við að segja martröð.) Ég sendi þér spjaldskrárblöð tvö, 1) Þórður (Theodore) Dahl Þórðarson Diðrikssonar (faðir Ruby) og 2) Davíð Wendell James (bóndi Ruby). Þórður ýngri Dahl Diðriksson giftist Braithwaite (mig minnir af velskum ættum, þ.e. frá Wales). Þórður ýngri Dahl, faðir Ruby, var eitt hinna sex barna sem Þórður kallinn Diðriksson átti með Maren Jacobsen, hinni dönsku, eigin- konu sinni nr. 2. Ruby er ýngst barna Þórðar ýngra Dahls, fædd einsog þú sérð 28. apríl 1910. Ekkert er auðveldara en útvega alla þá súpu af afkom- endum sem Þórður Diðriksson á hér, en ég vil ekki leggja meira á þig í bili, því auðvitað er þetta fólk ekki annað en nöfn fyrir þér, í meira lagi holdlaus. Ég kyntist tveim sonum Þórðar ýngra Dahls, þeir eru menn um og yfir sextugt, ákomugóðir og hlýlega viðfeldnir, en grófir, feitir og óíslendíngslegir. Samt ekki þessar kríngluleitu dönsku manngerðir, heldur í senn lángleitir og feitir, dökkir, dálítið einsog stríhærðir, og vitaskuld farnir að grána. Með því þeir sem aðrir í Spanish fork eru einhverskonar púlsmenn, undraðist ég þó hve hinn feiti grófgerði frændi þinn Royal hafði óeðlilega smáar og vellagaðar hendur mitt í öllum grófheitum týpunnar að öðru leyti. Ruby afturámóti hafði alveg nákvæmlega samskonar handtak og þú. (Kven)vörður sálnareg- istursins í Provo hafði í miklum flýti sett saman handa mér örstutt yfirlit um Þórð Diðriksson og hina alfyrstu íslendínga sem fóru yfir eyðimörkina, svo sem Samúel Bjarnason. En þar er miklu færra sagt en það sem ég vissi áður um Samúel þennan, og að mormóna sið dregin fjöður yfír öll „lýti“ manns- ins, jafnvel á kostnað sannsögulegrar ffásögu, t.d. ekki sagt frá því að Samúel var tvíkvænismaður, og ekki heldur hinu sem er enn merkilegra, að hann var gerspiltur drykkjusjúklíngur áður en hann druslaðist á stað til Utah, (en varð þar nokkurskonar íngólfur Arnarson og líklega einn mestur landstólpi íslendínga í Spánarforkssveit). Samskonar vöntun er í skrifaðri enskri skýrslu sömu varðkonu (secretary of the Ward) um Þórð. Ég sendi þér líka heldur en fleygja því, sögu Kate Carter af Þórði. Kate Carter hefur skrifað sögu mormóna í kríngum 25 þykkum bindum, en það er alt á eina bókina lært, dílettantismus einsog hjá Þórstínu Jackson eða Þorsteini Þ. Þorsteinssyni, altaf eitthvað vitlaust í hverri setníngu þar sem eiga að vera staðreyndir, aldrei nákvæmlega hægt að reiða sig á neitt, aldrei nein skilgreiníng sem tekur heima um nokkurn hlut, aukaatriðin altaf gerð að aðalatriðum, en aðalatrið- in af einhverjum ástæðum, framandi sagnffæði, ekki einusinni látin fljóta með af vangá, aukin heldur meir: sagnfræði dugnaðargrautarhausa með prestskonumóral. (Til dæmis varast kellíngin auðvitað að tala um tröllin og forynjurnar sem voru efst í huga Þórðar þegar hann var veikur á skipinu.) Þú sagðist ekki vera síður forvitin um Loft Jónsson úr Vestmanneyum TMM 1998:2 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.