Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 14
HALLDÓR KILJAN LAXNESS íska, fátæka að orðavali en með nokkuð sniðugum hversdagsorðatiltækjum sem þessu máli fylgja; og ég sé af skrifi því sem hann gaf mér að hafa meðferðis, hve því fer fjarri að hann sé skrifandi á ensku. En íslensku Eiríks á Brúnum hafði hann lært af móður sinni og hún sat enn svo fast í honum effir öll þessi ár, að mér fanst í svipinn að gæti eitthvað náð útyfir gröf og dauða, þá hlyti það einna helst að vera svona íslenska. Hann talaði um móður sína með tár í augum og hafði þau orð við að þar af mátti skilja að aldrei hefði verið uppi önnur eins kona í Spánarforkssveit né í öllum heiminum. Þegar ég heyrði manninn tala í þessa veru, fanst mér að líklega hefði guð verið náðugur og miskunnsamur að láta hann alast upp í skjóli þessarar konu, en um það var ég farinn að efast þegar ég sá að hann bjó við skort flestra góðra hluta með grindhoraðri enskri kellíngu allri rauðmálaðri, - í staðinn fyrir að verða annaðhvort kaupmaður eða prestur á íslandi, sonur Þorvaldar á Eyri; hann hafði íslenskt heldrimannaútlit. Ég hafði kynst dóttur hans af fyrra hjónabandi kvöldinu áður, Florence Þorvaldsson Harrison, sonardóttur Þorvaldar á Eyri; hún hafði svip, snyrtíngu og framkomu ment- aðra stórborgakvenna, sömuleiðis „rasa“kona; rauðhærð. Karlinn sagðist ekki vera mormón, mér fanst ekki laust við að hann gæfi skít í það. Og hann gerði skop að móðurbróður sínum Sveini Eiríkssyni Ólafssonar, sem ekki lét við það sitja að verða mormón, heldur gerðist últramormón, sem íslendíngar kölluðu jósepíta (Josephites), og fór til borgarinnar Independence, Missouri, að bíða eftir að Jesús Kristur kæmi ofanaf himnum, og týndist þar að eilífu árið 1910. Karlinn sagðist hafa skrifast á við Karólínu systur sína í Reykjavík, og hann bað mig skila kveðju til Guðmundar Hlíðdals. Hann sagðist hafa verið skírður Þorvaldur, en þegar hann frétti að Þorvaldur faðir sinn á Eyri hefði átt annan son með því nafni, breytti hann nafni sínu í Þorbjörn, og er af íslandsmormónum á þessum slóðum þektur aðeins undir nafninu Biessie (Bjössi). Ég sendi þér að láni skjal hans sem hann gaf mér, og bið þig geyma með öðrum þessum plöggum þángað til ég kem, því ég má ekki vera að hugsa um þetta núna. Ég snara hér skjali hans og les í málið hjá kallinum. „Þorbjörn Þorvaldsson" var fæddur 1. maí 1880 að Árbæ skammt frá Reykjavík. Þá voru tveir mormónatrúboðar á íslandi og sneru þeir móður- foreldrum mínum til trúar sinnar. Sigldum burt af íslandi á skipi er nefnt var Gid(e)on, til Einglands, og frá Einglandi til New York USA á skipinu Nevada, og frá New York með Marrow Gage (svo!) lest til Utah. Við komumst til Spanish Fork 15. júlí 1881. Amma mín Rúnveldur tók sótt í New York og dó hún í lestinni og var grafin að North Plat (svo), Nebraska-ríki. Móðir mín leigði sér bjálkakofa til íbúðar í Spánarforkssveit, leigugjald var fimtíu sent á mánuði. Nú vex eitt bómullartré á staðnum þar sem við lifðum fyrst. Mamma var mesti vinnugarpur og ævinlega glaðsinna. Fjölkvæni var stund- 12 TMM 1998:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.