Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 121
AF HAFNAR-ÍSLENDINGUM Á DÖNSKU LEIKSVIÐI 19. ALDAR
Danir yrkja sjaldan um okkur íslendinga á þessari öld, en þegar þeir
láta svo lítið, bera þeir okkur ekki sem allra best söguna. Þeir leggja
þá oftast aðaláhersluna á það sem verr má fara, svo sem drykkjuskap
eða ruddaskap eða naglaskap, en minnast síðar [svo] á það, sem gott
kann að vera í fari manna þeirra, sem þeir eru að lýsa.
Þessari fullyrðingu til sönnunar kveðst Ólafur munu skýra frá tveimur
dönskum leikritum, þar sem íslendingar séu látnir koma fram, En Fortid
Chievitz og Reckes og Kynnisferð Hertz. Álítur Ólafur raunar fullvíst, að
Chievitz sé aðalhöfundur að En Fortid og vísar því til staðfestingar í Dansk
biografisk Lexikon, þar sem Recke sé ekki getið varðandi leikinn, en rithöf-
undurinn H.V. Kaalund talinn eiga þátt í honum. Á titilblaði prentaðrar
útgáfu leiksins er Kaalund þó ekki nefndur á nafn, heldur aðeins þeir
Chievitz og Recke.4 f yfirlitsriti um danska bókmenntasögu kemur ffam, að
Adolph Recke hafi aðallega lagt til ljóðmæli og söngva í þeim leikritum, sem
hann var riðinn við, svo að lítil ástæða virðist til að bera brigður á skoðun
Ólafs um uppruna verksins.5
Poul Chievitz (1817-54) telst ekki í röð stórmenna danskra bókmennta.
Hann var afkastamikill höfundur, ritaði bæði skáldsögur og leikrit, en allt
mun það nú gleymt og grafið. Staða hans meðal danskra 19. aldarhöfunda
er þó allathyglisverð, því að hann þekkti skáldsögur Balzacs og varð fyrstur
til að veita áhrifum frá þeim inn í danskar bókmenntir.6 Hneigðist hann að
sögn fræðimanna til að leita skýringa á óförum persóna sinna í ytri aðstæð-
um þeirra fremur en sálarlífi, eins og rómantískum skáldum var títt, og var
að hætti hins franska meistara hugleikið að deila á tvöfalt siðgæði betri
borgara. Fyrir bragðið fær Chievitz að skipa sess sem einn af fyrstu boðber-
um þess natúralisma, sem setti svip á danskar bókmenntir þegar leið á öldina.
Annars mun samtíðin einkum hafa fundið púðrið í lýsingum hans á daðri
pilta úr borgarastétt við léttúðugar hispursmeyjar, ekki síst á meðan þeir
voru trúlofaðir; þær þóttu óvenju djarflegar miðað við þágildandi mæli-
kvarða.
Bókmennta- og listalíf Dana um miðja síðustu öld einkenndist að öðru
leyti af heldur þróttlítilli rómantík, dauðhreinsaðri af þeim tryllingi hugar-
flugs og ástríðna sem var aðal stefnunnar á blómaskeiði hennar fyrr á
öldinni. Þessi tími er gjarnan kenndur við leikritaskáldið og fagurfræðinginn
Johan Ludvig Heiberg (1791-1860), sem var höfundur vinsælla gaman-
söngvaleikja,voldugurgagnrýnandiogleikhússtjóriKonunglega leikhússins
frá 1850 til 1856. Annar dæmigerður fulltrúi hinnar dönsku síðrómantíkur
var Carsten Hauch, höfundur leiksins um Kinnarhvolssystur, sem Indriði
TMM 1998:2
119