Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 75
HUGLEIÐINGAR UM LAXNESKAR PERSÓNUR, EINKUM LEIKPERSÓNUR áratugnum var skemmtileg framan af en gekk ekki upp hugsunarlega og leikrænt þegar á reyndi. Reyndar er Halldór ekki fyrsti leikritahöfundur okkar sem bregður á þennan nafnaleik í raunsæisverki. í sjónleik Kambans Vér morðingjar heita aðalpersónurnar Ernest og Norma; hann er mjög alvarlega hugsandi, hún er eins og gengur og gerist. Vinur hans og siðgæðisvitund ber heitið Francis eins og Franz frá Assisi, en systir hennar, sem er upp á heiminn, ber heiti Súsönnu í baðinu. En víkjum nú að síðari leikjum Laxness. Þar verður fyrst fyrir Silfurtúnglið (1954), sem hvað form snertir er svolítið á milli vita, en kynnir þó það efni sem verður aðalviðfang leikritanna þriggja sem á eftir komu, Strompleiksins (1961), Prjónastofunnar Sólarinnar {1962) og Dúfnaveislunnar {1966),pórra þriggja verka, þar sem höfundareinkenni Laxness sem leikskálds birtast fullmótuð. í öllum þessum verkum gerir skáldið mikið af því að leika sér með nafngiftir. Ein persónan í Prjónastofunni, sú sem efst er á persónulist- anum heitir til dæmis Ibsen Ljósdal. Og hvernig skyldi nú standa á því? Vorið 1967 var flestum ungum ffamsæknum leikstjórum á Norðurlönd- um safnað saman í Reykjavík á svokallað Vasa-námskeið og gafst þeim þá tækifæri að sjá bæði Prjónastofuna og Dúfhuveisluna. í greininni Heimur Prjónastofunnar, sem Halldór „setti saman að beiðni leikstjóranámskeiðsins norræna í Reykjavík“, segir skáldið okkar m.a. I öllum leikritum verður að hafa Frelsara heimsins. Frelsari Prjóna- stofunnar birtist í íbsensgervi (lafafrakka) og hefur eitthvert innhlaup hjá prentsmiðju. Fagnaðarboðskapur hans er Allsnægtarborðið (kall- að í enskum texta þessarar greinar The Universal Table of Corn- ucopia), blandinn einhverju sem kynni að vera austræn speki, en stundum rennur út í fyrir honum svo hann fer að tala eins og Dýraverndunarfélagið ellegar að láta í ljósi kenningar um landbún- aðarmál og þess háttar, sem bersýnilega eru rángar. - Frelsaranum fýlgir aðeins ein sál, sannheilög og auðtrúa prjónakona; og þó að stundum komi fýrir að hún dofhi í trúnni, því holdið er veikt, finnur hún hana aftur; og hún og Frelsari hennar finnast að lokum eilíflega á himnum (þriðji þáttur). Spurníng: Hvaða siðaboðskap flytur þetta? Svar: Sjónleikir hrökkva skammt sem siðaboðskapur, þó ekki væri af öðru en sannprófast hefur að hver meðal-leikhúsgestur stendur á lángtum hærra siðferðisstigi en meðal-leikritahöfundur. Það hefur einnig sannast að þeir af leikhúsgestum sem standa á lægra siðferðis- stigi en í meðallagi, skána ekki hót, heldur komast í tæri við lögregluna eins fyrir því þó þeir sjái fjölda leikrita sem eru full af góðri meiningu. Að vísu verð ég sem höfundur að halda því fram, að Prjónastofan sé full af góðri meiningu .. ? TMM 1998:2 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.