Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Síða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Síða 63
STÍGVÉLAÐl KAVALÉRINN Réttlœtið í íslandsklukkunni er eitt þema sem að mínu viti yfirgnæfir önnur, það er baráttan fyrir réttlætinu. í því efni eiga helstu söguhetjurnar allar hlut að máli. Má í því sambandi fyrst nefna sjálfa hetjuna Jón Hreggviðsson. Þótt hann sé ekki alltaf trúverðugur í þeirri baráttu og geri sér jafnvel upp tilfmningar þegar svo ber undir og það hentar honum, þá talar hann samt í platónskum anda þegar hann segist hrækja „á réttlæti utan það réttlæti sem er í sjálfum mér Jóni Hreggviðssyni á Rein“ og svo bætir hann við þessari há-platónsku setningu: „og á bak við heiminn."12 Að skilningi Jóns Hregg- viðssonar er réttlætið meira en sýnist í fyrstu, það er ekki spurning um lög og reglur heldur annað og meira og dýpra, það snýst um skilckan skaparans, um fyrirkomulagið í tilvist mannsins í víðasta skilningi, það er líka innst í honum sjálfum sem leiðir hugann að dulhyggjumanninum Meister Eckhart sem Halldór heillaðist af á yngri árum. Réttlætið er þar að auki handanlægur veruleiki að skilningi Jóns heimspekings Hreggviðssonar, það er á „bak við heiminn“. Snæfríður berst líka fyrir réttlæti, einkum því réttlæti er varðar Eydalín föður hennar og það kann að virðast talsvert persónubundið réttlæti.13 Hinn eiginlegi riddari réttlætisins í þessu bókmenntaverki er Arnas sjálfur. Honum er fengið það mikla ábyrgðarhlutverk að endurskoða dóma sem felldir hafa verið á Alþingi, hann er fulltrúi þess réttlætis sem er vörn hinna smáu í samfélaginu, þeirra sem ekkert eiga nema réttinn til að lifa í þessum heimi. Það er þeirra mikla eign, og þá eign eiga þeir ekki undir hinu veraldlega því að hún býr innra með þeim og er einnig utan við heiminn. Er það ekki réttlætið sem allt snýst um fyrir Arnasi, er hann ekki reiðubú- inn til þess að gefa allt fyrir réttlætið, jafnvel ástina, bækurnar, framann? Allt má það fara veg allrar veraldar, aðeins að réttlætið nái fram að ganga. Hann berst fyrir réttlæti á Alþingi, fýrir réttlátum dómum, hann berst fyrir réttlæti í verslun og líður ekki maðkað mjöl í pokum danskra kaupmanna. Réttlætið á langt í land á íslandi í upphafi átjándu aldar. Það er hin þunga sorg stígvélaða kavalérsins en einnig köllun hans. Þessi klausa þarf því ekki að koma á óvart: „Þessi bókamaður sem hafði um skeið látið burtginnast frá bókum og hlýtt köllun til að gerast bjargvættur síns fósturlands vegna rétt- lætisins, nú uppskar hann sem til var sáð, laun þess eilífa riddara hinnar sorglegu myndar. Sá sem hlýðir þessari köllun á ekki framar afturkvæmt til þeirrar bókar sem var hans alheimur. Og því var nú svo þennan morgun er honum bárust tíðindi af hvarfi bókarinnar [þ.e. Skáldu] sem var kóróna hans bóka, þá lét hann fallast niður á bekk andvökufölur maður og sagði þessi orð ein: Ég er þreyttur.“ 14 TMM 1998:2 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.