Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 26
HALLDÓR GUÐMUNDSSON
lykillinn að sjálfri fegurðinni“ segir í Höll sumarlandsins (150). Fegurðin er
orðin meira abstrakt þegar líður á lokabindi verksins, en samt órjúfanlega
tengd ungri konu. „Hún heitir Bera“ segir Sigurður Breiðfjörð við Ólaf
Kárason þegar hann birtist honum í draumi í fangelsinu: „Svo var draum-
urinn búinn. Hann settist upp glaðvakandi og leit í kríngum sig. Fyrsti
sólargeisli vorsins var á fángelsisveggnum yfir rúmi hans“ (bls. 194). Það
hlaut því svo að fara að þegar Ólafur sér síðan unga stúlku á skipinu á leiðinni
heim og heillast af henni, gefi hann henni nafnið Bera - og tengi hana
órjúfanlega sólinni: „En þegar hún hafði horft í augu hans um hríð lýsti
brosið á ný, og alt var gott, það var sólarsýn“ (211).
Á meðan Halldór leggur drög að Húsi skáldsins er Bera ennþá sama
stúlkan og Jórunn, sem heillar Ólaf undir lok þeirrar bókar. Halldór ætlar
að láta hann yrkja til hennar „kvæðið í R. F. [Rauða Fánanum, þ. e. Maístjarn-
an, aths. mín] 1935“ (Mk III, 13). Þegar hann yfirgefur Jórunni aftur vegna
Jarþrúðar gengur hann „útúr lífinu“ (s. st.), eftir þessa einu nótt. Og í sömu
minniskompu er líka að finna setninguna sem verður örlagavaldur Ólafs í
lokin: „Hugsaðu um mig þegar þú ert í miklu sólskini (uppi á jökli)“ (139).
En þegar til átti að taka varð hann að skilja þessar konur að, sú sem lék
hlutverk Beru gat ekki átt fortíð með Ólafi, hún varð að’ vera honum ný
opinberun um tilvist fegurðarinnar. Við Reimar skáld segist hann hafa haldið
að fegurðin væri aðeins draumur skáldanna:
En eitt hásumarkvöld í hvítum þokum, við líðandi vatn og nýtt túngl,
þá lifir þú þetta undur, sem tilheyrir ekki einu sinni efninu og á ekkert
skylt við fallvaltleikann þótt það birtist í mennsku gervi; og öll orð
eru dáin: þú átt ekki lengur heima á jörðinni. (Fegurð himinsins, 254)
í vissum skilningi ríður þessi uppgötvun Ólafs honum að fullu. Peter Hall-
berg orðar það svo: „Þegar skáldið hefur skynjað fegurðina sem yfirþyrm-
andi og nálægan veruleika í eigin lífi, getur hann ekki lengur sætt sig við kjör
sín á jörðinni.“9 Enn veldur fegurðin trega, hún er „hið ólinnanda mein, hið
óþornandi tár“ (Fegurðin, 257) - og hún er tengd mennskri veru.
Fegurðin er sjálfstæð höfuðskepna en samt mannleg: þarna mætast hjá
Halldóri trúin á manninn og fegurðarþráin, en eftir stendur sú þverstæða að
fegurðin á ekki heima í mannlífinu, og sannarlega ekki í lífi Ólafs Kárasonar.
Tilveran einsog henni hefur verið lýst á Sviðinsvík og í Bervík rúmar ekki
slíka fegurð, og niðurstaðan getur þá ekki orðið önnur en að maðurinn
sjálfur (sem „lífstákn og hugsjón“) eigi ekki heima í þessu samfélagi.
Þessa ályktun lætur Halldór Þórunni frá Kömbum draga þegar sakamað-
urinn Ólafur og hún hittast aftur í Reykjavík: „Maður getur aldrei orðið nógu
vondur fyrir þennan heim. Eingin manneskja er nógu vond fyrir þennan
24
TMM 1998:2