Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 94
SIGÞRÚÐUR GUNNARSDÓTT1R
Heimsmaður í mótun
Síðasti efnisþráður minningabókanna sem rakinn verður hér er hvernig
Halldór lærir á útlönd en hann skiptir miklu máli íyrir mótun persónunnar
Halldórs Laxness. Hann var alinn upp í Mosfellssveit og Reykjavík, sem um
þær mundir taldi um það bil fimmtán þúsund sálir, en varð einn mesti
heimsborgari íslands; skrifaði bækur sínar að stórum hluta erlendis og hlaut
að sumu leyti frama sinn að utan. Það gefur auga leið að við fyrstu utan-
landsferð slíks manns verða þáttaskil í lífi hans, enda eru henni gerð ítarleg
skil. Halldór er alger viðvaningur við upphaf ferðarinnar, kallar sig krakka á
skipinu og ber mikla virðingu fyrir samferðafólki sínu sem var „virðulegt og
prúðbúið fólk, dönsk og íslensk eða danskíslensk háborgarastétt; núna sést
aldrei fólk í svona fallega saumuðum fötum á skipunum [. . .]“ (Úev 8).
Halldór er klaufi, missir gleraugun af sér uppi á þilfari í besta veðri og
uppsker vorkunn allra viðstaddra „þó allir sem áhuga höfðu á því máli hefðu
getað sagt sér sjálfir að þetta var rúðugler.“ (Úev 12). Hann er sem sagt bæði
klaufalegur og tilgerðarlegur innan um allt fína fólkið. Þegar til Danmerkur
kemur gengur allt á afturfótunum, meðal annars reynist Halldóri erfitt að
finna sér samastað. Loks fær hann húsaskjól hjá vel stæðri verkamannafjöl-
skyldu í Kaupmannahöfn en þar birtist sveitamennska aðalpersónunnar
beinlínis líkamlega: „Er þar skemst frá að segja að ekkert var hér á borðum
sem ekki [vakti] mér hroll þegar í stað; jafnvel nautakjöt hafði ég aldrei getað
látið innfyrir mínar varir [. . .] vissi ég ekki fyr til en ég var byrjaður að
kúgast.“ (Úev 22-23). En Halldór lærir á Danmörku upp á eigin spýtur,sækir
söfn, les bókmenntir og skoðar sig um. Svíþjóðarferðin gengur vel, þangað
kemst Halldór klakklaust sjálfur og finnur sér samastað án nokkurra vand-
kvæða og þótt vinur hans þurfi að bjarga honum heim er það vegna blank-
heita en ekki klaufaskapar.
í sjöunda kafla Úngur eg var fjallar Halldór um það að læra á útlönd, en
hann ber það skemmtilega heiti ,Að borða og drekka í útlöndum". Harm-
leikurinn með nautakjötið endurtók sig ekki, og það sem meira var, Halldór
afvandist íslenskum matarvenjum. Hann lærir líka að borða ávexti, drekka
með mat og hvað skuli panta á veitingahúsum ef maður vill vera tekinn
alvarlega. Á heimleið frá Danmörku er Halldór strax orðinn heimsborgara-
legri, siglir meira að segja á „eigin skipi“, þ.e. skipi Eimskipafélagsins sem
hann átti hlut í, og ekki ómerkilegri maður en dr. Helgi Pjeturs, sem verður
honum samferða heim, kannast við skrif Halldórs frá Laxnesi. Þegar Halldór
og Jóhann Jónsson leggja upp í langferð vorið 1921 eru greinilega engir
aukvisar á ferðinni heldur reyndir heimsmenn.
í umfjöllun um útlönd er stigskiptingin skýr. í listum og menningu er
92
TMM 1998:2