Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 158

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 158
RITDÓMAR ur á 32. aldursári, veiktist hann alvarlega og varð að hætta þeirra erfiðisvinnu sem hann hafði unnið fram að því. Það varð í rauninni mikil blessun fyrir hann, því nú loks gat hann gefið sig að þeim hugð- arefnum sem hann hafði áður haft í hjá- verkum. Um það leyti kynntist hann einnig kenningum sænska dulfræðings- ins Swedenborgs og fann þar hugmyndir sem komu honum áfram. Eftir það orti hann kvæði sem hann nefndi Skuggsjá og ráðgátu til að setja fram þær niðurstöður sem hann hafði þá komist að. En hann var þó ekki ánægður: eftir því sem hann las meira sá hann æ betur að margar hugmyndir hans voru ekki frumlegar og ein þeirra hafði auk þess löngum verið kennd við trúvillu. Kvæðið var auk þess svo myrkt að það náði naumast tilgangi sínum: hann gat ekki sannfært aðra og því síður varið sig gegn villutrú, ef ein- hverjum hefði dottið í hug að bera fram slíka ákæru. í bili lagði hann heimspek- ina á hilluna og sneri sér um skeið að landsmálum. Þannig liðu tíu ár. En til lengdar fékk Brynjúlfur þó ekki frið fyrir áleitni Soffíu, og um síðir fór svo að hann datt niður á hugmynd sem hann taldi að gæti orðið til að leysa þau vandamál sem hann hafði lengi verið að glíma við. Tók hann þá að útfæra þessa hugmynd sem best hann gat og vann að því lengi. Nú var Brynjúlfur greinilega byrjaður að fara sínar eigin leiðir og kominn á allt aðrar slóðir en samtímamenn hans. En þá lýkur þroskasögunni, og hefði manni þó fundist harla fróðlegt að heyra meira um það hvernig hugsun hans þróaðist áfram, hvaða áhrifum hann varð fyrir o.þ.h. Um það er hann fáorður að öðru leyti en því að hann nefnir heimspeki- lestur sinn á þýsku, sem hann lærði af bókum þegar hann var uppkominn, en svo er að sjá að sá lestur hafi komið of seint til að hafa áhrif á meginhugmyndir hans. í staðinn fyrir að rekja sögu sína ver hann nú afgangi verksins, sem er stærsti hluti þess, í að setja fram kenningar sínar á sem skipulegastan hátt. Þannig breytir það nú um eðli og verður að skýrt upp byggðu heimspekiriti. Nú er líklegt að mörgum lesendum finnist næsta fróðlegt að fylgjast með rökfærslu höfundar og velta fyrir sér nið- urstöðum hans, en þó má búast við því að þessi hluti höfði einna mest til heim- spekinga, eða áhugamanna um heim- speki, sem reyni að meta verkið sem rit á því sviði. Grundvöllur kenninga Brynj- úlfs er hugmyndin um eindir, eða hfagnir eins og hann nefnir þær líka, sem séu smæstu einingar tilverunnar og á ein- hvern hátt lifandi (jafnvel gæddar e.k. meðvitund), þótt þær séu hvorki andleg- ar né líkamlegar, eins og menn hugsa sér þetta hvort tveggja aðgreint. Brynjúlfur leitast síðan við að skilgreina eiginleika þessara einda, og útskýrir samkvæmt því hvernig þær skipast saman í stærri heild- ir og mynda þannig í sífelldri hringrás sinni allt það sem er í alheiminum. Á þessum grundvelli leitast hann síðan við að leysa þau vandamál heimspekinnar sem hann hafði lengi verið að glíma við, vandamál hins illa í veröldinni, mót- sögnina um ffjálsan eða bundinn vilja, afstöðu óbreytanlegs guðs til síbreytilegrar verundar og þar ffam eftir götunum. Athyglisvert er að grundvelli þessara kenningar svipar að nokkru leyti til „eindaffæði“ (monadologíu) heimspek- ingsins Leibniz, sem Brynjúlfur kynntist þó ekki að eigin sögn fyrr en hann var búinn að móta alla megindrætti kenn- inga sinna. En hugmyndir hans um teng- ingu eindanna minna einnig á frum- eindaffæði fornra heimspekinga sem er skýrast sett fram í hinum mikla kvæða- bálki Lucretiusar Um eðli hlutanna og fjallar einmitt um samtengingu, sundr- ung og hringrás ffumeinda. Útfærsla Brynjúlfs er þó í talsvert öðrum anda, því sjónarhornið er að vissu leyti trúarlegt, en þó ekki í stranglúterskum anda, því hann gerir ráð fyrir e.k. ferðalögum sáln- anna og stöðugum ffamförum bæði í þessum heimi og öðrum. Að lokum gerir hann kerfisbundinn samanburð á niður- 156 TMM 1998:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.