Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 66
GUNNAR KRISTJANSSON
ein frumhugmyndanna í platónskri hugsun og í hugsun Jóns Hreggviðsson-
ar að því er best verður skilið.
Réttlætið er ein höfuðdyggðanna fjögurra í hinni platónsku hefð á eftir
visku (sofia), hugrekki (andreia) og hófstillingu (sofrosyne), í kristinni guð-
fræði bættust síðar við trú, von og kærleikur sem höfuðdyggðir. Sá sem
heldur sér við dyggðirnar lætur ekki berast af leið vegna hughrifa, jákvæðra
eða neikvæðra, vegna þess að áhugi hans kann að vaxa eða minnka, enginn
villir honum sýn, hann heldur sínu striki.20
Það var sigur fyrir málstaðinn, sem Arnas hafði barist fyrir, að hinn svarti
senuþjófur frá Rein á Akranesi var sýknaður af morðákæru undir lok
bókarinnar. Og hvað var þá betur við hæfí en að senda boltann aftur til
íslands og gefa Jóni gamla fótabúnað sem hann hafði aldrei átt áður, það er
að segja ný stígvél.21
Athugasemdir
1 fslandsklukkan, bls. 22-23
2 íslandsklukkan (Eldur í Kaupinhafh), bls. 391
3 íslandsklukkan, bls. 27
4 íslandsklukkan, bls 31
5 íslandsklukkan (Hið ljósa man), bls. 263
6 Einnig: íslandsklukkan (Hið ljósa man), bls. 265: „... maðurinn í ensku stígvélunum...“
7 íslandsklukkan (Hið ljósa man), bls. 284
8 Islandsklukkan (Eldur í Kaupinhafn), bls. 427
9 Njörður P. Njarðvík, „Um fslandsklukkuna", fslandsklukkan, íslensk úrvalsrit 2, (skólaút-
gáfa), 4. útg. Rvík 1975
10 Njörður P. Njarðvík, „Um íslandsklukkuna“, bls. 11
11 Kristján Karlsson, „Formáli“, fslandsklukkan, Rvík 1969, ónúm. bls.
12 íslandsklukkan (Hið ljósa man), bls. 319, sjá líka bls. 213
13 íslandsklukkan (Eldur í Kaupinhafn), bls 398
14 Islandsklukkan (Eldur í Kaupinhafh), bls. 354, lok 4. kafla
15 íslandsklukkan (Hið ljósa man), bls. 318
16 Úngur ég var, bls. 220
17 Dagleið á fjöllum, 2. útg. Rvík 1962, bls. 236 og 237
18 Dagar hjá múnkum, Rvík 1987, bls. 173-4
19 Gerska ævintýrið, 2. útg. Rvík 1983 (1. útg. 1938), bls. 125
20 Philipp Schmitz, „Tugend" bls. 991, Evangelisches Kirchenlexikon, bd 4, Göttingen 1996
og Wilhelm Windelband, A History of Philosophy I, New York 1958, bls. 125-6
21 íslandsklukkan (Eldur í Kaupinhafh), bls. 437
64
TMM 1998:2