Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 122
JÓN VIÐAR JÓNSSON Einarsson þýddi löngu síðar á íslensku og Stefanía Guðmundsdóttir gerði frægan á íslensku sviði.7 Kinnarhvolssystur voru frumsýndar í Konunglega leikhúsinu 1849 og nokkrum árum síðar hafði Chievitz leikritasmíð Hauchs að sérstökum skotspæni í leikritinu Det kjedelige Drama. II Áður en ég sný mér að því, sem Ólafur Davíðsson hefur að segja um leikrit þeirra Chievitz og Hertz, þykir mér rétt að fara fáeinum orðum um helstu leikhús Kaupmannahafnar og það líf sem var lifað á þeim bæjum um þessar mundir. Leikhúsið er alltaf og verður grundvöllur leikbókmenntanna og örvænt að öðlast á þeim fullan skilning án þess að huga að því. Konunglega leikhúsið hefur allt frá því það var stofnað borið ægishjálm yfir aðrar danskar leiklistarstofnanir. Stofnár þess er talið 1748, en upphaf þess þó jafnan rakið nokkru lengra aftur í tímann, til leikhúss þess sem starfaði við Lille Gronnegade á þriðja áratug átjándu aldar.8 Þar bundust nokkrir áhugamenn, flestir háskólaborgarar, sem gátu víst hugsað sér eitt- hvað skemmtilegra en eyða ævinni í embættismennsku, samtökum um að hefja opinberar leiksýningar á danskri tungu. Þær voru á þeim tíma nýmæli í höfuðborg Danaveldis; áður höfðu þýskir og hollenskir farandleikarar verið iðnastir við að svala skemmtanafýsn borgarlýðsins. Hirðin hafði að sjálf- sögðu sinn eigin leikflokk, franskan. Leikflokkurinn í Lille Gronnegade entist í aðeins fáein ár. Hann laut forystu franska leikarans de Montaigu, sem starfaði lengi við hirð Friðriks konungs IV, áður en hann fékk reisupassann þaðan. Leikhúsrekstur þessi gekk fremur illa fjárhagslega og entist aðeins í fáein ár. Bruninn mikli árið 1728 batt enda á hann eins og fleira sem síðari tíma mönnum hefur þótt markvert, svo að honum var í raun lokið þegar Friðrik konungur lést og við tók Kristján VI, sem var mótaður af kennisetningum píetista og hafði illan bifur á öllum leikaraskap. Því gat ekki orðið framhald á slíku fyrr en eftir dauða konungs árið 1746. Þá voru flestir úr leikflokknum gamla horfnir að öðru, en fáeinir þó eftir til að taka upp þráðinn að nýju. Engu að síður mun leikhúsið við Lille Gronnegade jafnan í minnum haft á meðan dönsk tunga verður töluð og rækt lögð við sögu danskrar menn- ingar. Ástæðan er ekki aðeins leiksöguleg staða þess og tengsl við Konunglega leikhúsið. Ástæðan er umfram allt sú, að það var fyrir þennan leikflokk sem Ludvig Holberg, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, samdi gamanleiki þá, sem orðið hafa einn meginburðarás danskrar leikmenningar allt til vorra daga. Þó að Holberg skrifaði nokkra nýja leiki handa hinu endurreista leikhúsi eftir 1748, eru þeir allir miklu síðri en eldri leikirnir, sem hann samdi 120 TMM 1998:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.