Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 160

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 160
RITDÓMAR Guðrún segir sögu sína innan úr hjúpi sorgar. Hún gengur í hring og skoðar líf sitt í sögu sem byrjar á setningunni: „Sit og góni út um gluggann.“ Og hjúpurinn er vel hljóðeinangraður. Sagan hljóðlaus, eins hljóðlaus og nokkur heimur getur orðið þegar þjáningin hefur gert allt að engu. „Ég er eins og Guðrún nafna mín í Laxdælu, hef ung átt íjóra menn,“ segir Guðrún og þegar hún skoðar ævi sína, byrjar hún á eins konar formála að ást- inni sem birtist í líki kennara í háskólan- um. „Hann var góður í gegn en í honum líkamshræðsla, ekki óalgeng í mennta- fólki,“ segir Guðrún. Hún er orðin mannbær, en reynslulaus, og kennarinn í leit að aðdáanda. En sambandið er lítið annað en náttúrusljór hlutverkaleikur. Hann kviknar aldrei neistinn. * En kveikiþráðurinn í Guðrúnu er brunninn upp og þegar Þorvaldur, fyrsta ástin, mætir á svæðið, dottinn „út úr skóla og var að reyna að vera skáld og tókst það með glans, enda bæði glamp- andi gáfaður og rótduglegur," springur konan út í höndunum á honum. Þó ekki manneskjan, því eins og Guðrún segir sjálf: „Mér datt ekki í hug að reyna að vera neitt.“ En Guðrún hefur stigið skrefið frá því að vera ekki aðdáandi kennarans yfir í það að vera aðdáandi Þorvaldar. Hann hefur kveikt í henni og þau einbeita sér að því um hríð að elska sama manninn - hann. Því fór sem fór. Það kom „einhvers konar surg“ í konuna, eins og verða vill þegar hún mitt í ástinni sjálfri er orðin minna en ekki neitt. Það var „komið öööö í þögnina" á milli þeirra, sem þýðir að hún var leið, ófull- nægð og óánægð. Hann vildi ekki heyra það, því brothætt sjálfsdýrkun hans hefði beðið hnekki - svo hann var á undan: „Ég er ekki tilbúinn fýrir sambúð.“ Komið pláss fyrir mann númer tvö: Þórð, sem var jöklafræðingur, nett laus- gyrtur. Guðrún búin að vera í sambandi þar sem hún gaf allt, en fékk ekkert, var áheyrandi en fékk ekki að tjá sig, dáði en var ekki dáð, lét lítið fyrir sér fara og var óánægð. Vildi eitthvað skárra. Fékk skárra. Fékk Þórð sem vísaði henni ekki á dyr, þótt hún gerði kröfur. Þau voru hamingjusöm í mörg ár. Svo kom dóttir- in, Steina, og eins og verða vill, stundum, missti hann hluta af athyglinni og sótti hana þá til annarrar konu. En þá höfðu áherslurnar í gildismatinu breyst hjá Guðrúnu; önnur ást hafði orðið til - ást móður og barns. Hjónasælan fékk „vont bragð sem hvarf aldrei... En góða upp- eldið og innbyggða þægðin og óttinn við ljót sár héldu okkur saman. Við vorum í hjónabandi til að gera fjölskylduboð framtíðarinnar þægileg. Ógeðsleg til- finning.“ * * * Ógeðsleg tilfinning og vond skuggahlið á ástinni. Henni er lokið og um skeið er tímanum eytt í að láta hjónabandsþræð- ina trosna endanlega í sundur í gagn- kvæmu áhugaleysi. Upphefst ný leit að ástinni. Þráin friðuð með einnar nætur ævintýri. Enn leitað að ástinni og hún birtist í Kjartani - kvæntum manni að norðan. Guðrún er búin að prófa ást þar sem hann er æðri, hún óæðri. Hún hefur þegar reynslu af hefðbundinni hjóna- bandsást, sem ku þróast úr ást, yfir í kærleika, væntumþykju, gagnkvæma virðingu, vináttu - þótt þess sjáist lítil merki í framkomu Þórðar. En það er ennþá eitthvað sem sefur; kannski „óð og sterk gyðjan“ sem Guðrún segir blunda í okkur öllum. Það er þessi gyðja sem Kjartan vekur upp, líkamlega konan. Hún tryllist af lífi þegar hún vaknar og fýrir Guðrúnu er þetta ást. Hún er tilbúin til að kasta öllu frá sér fyrir Kjartan - og hann fyrir hana. En hann heykist á því þegar á hólminn er komið. Hann er sama fullorðna barnið og hinir mennirnir hennar; Þórður sem vildi bara lof um sig, Þorvaldur sem 158 TMM 1998:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.