Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 34
HALLDÓR GUÐMUNDSSON Ljós heimsins Skemtisaga Úr enskri krítík: He over-writes and over-explaines [Hann ofskrifar og ofskýrir] Schlichtheit, Schlichtheit, Schlichtheit! [Einfaldleiki, einfaldleiki, einfaldleiki] Altaf skýringarlaust, blátt áfram, einfalt, eins og alt verði auðskilið einmitt til að undirstrika það sjaldgæfa og fágæta.22 Það þarf ekki að hafa mörg orð um þessi einkunnarorð; Halldór ætlar sér ekki að segja lesandanum of mikið. í minniskompunni um Höll sumarlands- ins stendur: „Muna að hafa psykólogíuna sem stytsta, og alla í „allegorískum“ stíl“ (Mk II, 221). Ennfremur segir í nótum fyrir Hús skáldsins: „Gefa aldrei definisjónir, það er dílettantismi. Láta efnismeðferðina vera sinn eigin út- skýrara“ (Mk III, 155). Það er hlutur af galdri Heimsljóss að Halldóri tekst að forðast ofskýringar, skrifa ljóst en undirstrika um leið hið fágæta. Fyrir bragðið verða tákn bókarinnar ekki alltaf auðráðin eða einhlít, ekki fremur en fegurðin, konan og jökullinn, og lesandinn er skilinn eftir með sögu sem er í senn einföld og óræð. í slíku verki hlaut Halldór að velta fyrir sér hlutverki listarinnar. Fegurð himinsins birtir þá umhugsun strax í líkingu í fyrsta kafla, þegar segir frá rúmfasta aumingjanum á bænum undir jökli og speglinum hennar: „Spegl- inum er þannig hagað að hún geti séð í honum jökulinn. Hún horfir stundum allan daginn á jökulinn í speglinum. Jökullinn, það er hennar líf‘ (9). Löngu síðar, þegar Bera er farin frá borði skipsins þar sem þau urðu samferða um stund og Ólafur er aftur einn, uppgötvar skáldið að hún hefur gleymt litla speglinum sínum: „Hann hafði að vísu ekki getað kostað nema örfáa aura; affur á móti hafði hann speglað hina fegurstu mynd í lífi dauðlegs manns“ (249). Um spegilinn yrkir hann kvæðið þar sem m. a. er línan „í þessum spegli á heima Eitt og Alf‘. Og þegar hann kemur við í bænum í gljúfrunum undir jökli í sinni hinstu för og finnur aumingjann grátandi af því hún hefur brotið spegilinn sinn, festir hann spegil Beru við rúmgaflinn hennar um nóttina: „Þegar hún vaknar mun hún sjá sólina koma upp yfir jökulinn, sagði hann“ (263). í þessari litlu dæmisögu birtist hlutverk skáldskaparins. Ólafur færir aumingjanum spegilinn sem hafði speglað fegurstu mynd í lífi dauðlegs manns, og þó hún geti sig hvergi hreyff getur hún notið fegurðarinnar. 32 TMM 1998:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.