Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 95
LEITIN AÐ UPPTÖKUM NÍLAR
Evrópa fremst en Danmörk og Skandinavía reka lestina, eru jafnvel aftar á
merinni en ísland og geta skemmt íslenska listamenn. Þegar kemur að
bókmenntum og tungumálum er ísland aftur á móti ffemst í flokki vegna
hinnar fornu tungu og aldagamla sagnaarfs sem gerir íslenskar bókmenntir
epískari en bókmenntir annarra þjóða. Næstar koma evrópskar bókmenntir
en þær skandinavísku eru langsístar. Strindberg er ekki epískur vegna þess
að Svíar eiga ekki níuhundruð ára gamlan sagnaarf (G 98). Siðmenningin
er aftur á móti lengst á veg komin í austurlöndum, þar er „fólk sem hefur
haff hámenníngu þrjúþúsund árum á undan okkur.“ í samanburði við það
fólk eru Norðurlandamenn „brjóstumkennanlegir moðhausar" (Úev 213).
Og hver er með fullt hús nema Halldór Laxness; íslenskur rithöfundur sem
sækir menntun sína og trú til Evrópu en lífsspekina til Taoisma austurlanda?
Skemmtileg nótt og unaðslegur morgunn
Fjölmörg minni í viðbót væri hægt að tína til úr minningasögum Halldórs
Laxness, til að mynda þau sem tengjast trú og lífsspeki, vinakynnum, konum
og kynferðisþroska en þeir efnisþræðir sem hér hafa verið raktir skipta að
mínu mati mestu máli í sköpun aðalpersónunnar og sögumaðurinn leggur
mestan metnað í að koma þeim til skila. Þessir þættir tengjast allir persónu-
einkennum og áherslum sem einkenna Halldór Laxness seinna meir; gerðu
hann að manni og skáldi; að sögumanninum ríflega sjötuga sem mundar
pennann að ævistarfmu loknu.
Minningabækur Halldórs Laxness lýsa myndun manns, mótun skálds, frá
fæðingu til tvítugs, og þótt vísað sé út fyrir sögutímann er þroski aðalper-
sónunnar á þessum árum í brennidepli. Tónn og áherslur eru undir sterkum
áhrifum frá sigurstöðu sögumannsins, Nóbelskáldsins Halldórs Laxness á
áttræðisaldri, og því má segja að ritunartíminn, áttundi áratugurinn, sé
annar sögutími bókanna. Sögumaðurinn er nálægur og sú sátt sem ríkir á
milli hans og aðalpersónunnar ungu bendir til þess að það séu fremur
viðhorf hins gamla en hins unga sem komið er á framfæri í textanum. Við
lok bókanna er skáld orðið til og um afgang sögunnar, um líf Halldórs
Laxness, þarf ekki að fjölyrða. Hann hefur þegar fengið hugmyndir að
stærstu ritverkum sínum og brautin framávið er kirfilega vörðuð. Reyndar
er athyglisvert að mun oftar er vísað í Vefarann mikla frá Kasmír, Sjálfstætt
fólk og Sölku Völku en bækurnar sem Halldór skrifaði árin eftir að ffásögn
minningabókanna sleppir: Undir Helgahnúk sem kom út árið 1924, Heiman
eg fór sem Halldór skrifaði 1924 og Rauða kverið sem hann skrifaði að eigin
TMM 1998:2
93