Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 147
RITDÚMAR
borgarastyrjöldinni bætir veraldarsögu-
legri vídd við íslenskan alþýðuveruleika.
Kommúnistar tala einsog þeir séu að
senda þá á íþróttamót, á ólympíuleika
frelsisins. Þetta er kirfilega undirbyggð
för og gengur upp í sögunni. „Á Spáni er
maður sem heitir Franco. Ég hef hugsað
mér að skjóta hann. Síðan kem ég aftur
og elska þig jafn heitt og áður“ segir Olli
við konu sína áður en hann fer, einn af
þessum meitluðu ffösum sem skapa per-
sónur bókarinnar. Þegar að borgara-
styrjöldinni sjálffi kemur er lýsingin
ennþá í brotum og smámyndum, hvöss-
um myndum, hryllingi. Þetta eru einstök
púsl í stóra mynd:
Þegar Ragnar kom í heimsókn til
pabba og mömmu sat hann í sófanum
gegnt Þingvallamálverkinu og sagði
sögur.
„Eitt sinn eftir rosalegan bardaga við
kvikindin," sagði hann, en það kallaði
hann fasistana oft, „hvíldumst við í dal.
Ég undraðist ótrúlega kyrrðina. Ég fór
úr bolnum og byrjaði að tína af mér
lýsnar, því við vorum lúsugir einsog
flækingar. Svo lít ég upp og hvað sé ég:
Tvöhundruð manns sem sitja þarna í
dalverpinu og tína af sér lýsnar. Á sól-
björtum degi. f steikjandi hita.
Ragnar lýsti þessu einsog málverki,
enda horfði hann á Þingvallamálverkið
á meðan hann talaði. (198)
Einar Már hefur látið að því liggja í við-
tölum að hann muni sækja meira í sama
brunn, söguefni Fótspora á himtium sé
ekkj tæmt. Og þessi bók endar dálítið í
lausu lofti, það er imprað á einhverju
meiru. Pabbi sögumanns eltir þá bræður
og félaga einsog hvolpur niður Lauga-
veginn. Hópur fólks í fjarska, ekki lengur
neinir niðursetningar, fetar sig nær nú-
inu og sömuleiðis sagan sjálf.
Þetta er frábær bók - eða því sem næst
- og verðugur sporgengill Engla alheim-
sins þó gagnólík sé. Hún er í senn heil-
steypt og sundurleit. Það má kannski
orða það svo að tekinn sé efniviður í
stóra raunsæislega skáldsögu og ort upp-
úr honum ljóð - og fjári gott ljóð. Út-
koman virkar þrátt fyrir að áhætta sé tek-
in; ljóðið fer út um víðan völl í útúrdúr-
um og birtir erkimyndir af einstaklingum
ffemur en venjulega útfyllta litabók af
persónum en sem lýrísk skáldsaga gengur
þetta verk algerlega upp, smellur saman
ef svo má segja. Þetta er óvenjulegra verk
en það sýnist í fyrstu þar sem viðtals- og
heimildaforminu er steypt saman við
ljóðrænu og þjóðsagnakenndan andblæ.
Bókin er ekki gallalaus en hún er ein af
allra bestu skáldsögum síðasta árs.
Hermann Stefánsson
Órofa hringrás
Rúnar Helgi Vignisson: Ástfóstur. Forlagið
1997.256 bls.
Það er nafnlaust, kynlaust og líflaust. Það
hefur orðið í 20 ár og einhverjum mán-
uðum betur. Það er eitt eytt fóstur og
segir þroskasögu Teklu, móðurinnar sem
það eignaðist ekki. Tekla er burðarás sög-
unnar og allur þráðurinn er ofinn utan
um hana þótt í upphafi virðist sem
fóstrið ætli að einoka sögumiðjuna. En
fljótlega sleppir þessi allslausi sögumað-
ur landi og siglir án landsýnar um ólgu-
sjó Teklu. Umfjöllunarefni Ástfósturs er
sígilt og sammannlegt: ástarþríhyrning-
ur, ótímabær getnaður og togstreita
þeirra sem koma að lífi bókarinnar. Sjón-
arhornið er að vissu leyti óvenjulegt þar
sem hinn ótímabæri getnaður er gæddur
orðagnótt og sagnagleði en hefðbundið
að því leyti að fósturvísirinn er alvitur og
alsjáandi. Utan á kápu bókarinnar er
tákngervingur hans, fagurblátt auga sem
er meira en sögumaður eignast nokkurn
tímann fyrir alvöru.
Sagan er a.m.k. þríein, jafnvel fjór-
skipt. Fyrst er fjallað á ítarlegan hátt og
hvaðanæva að um samdrátt Teklu og
hinna ása þríhyrningsins, Kristófers
Kára og séra Kolbeins. Hún er táknmynd
hins fegursta og göfugasta í heimi hér og
TMM 1998:2
145