Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 36
HALLDÓR GUÐMUNDSSON
litlum auvirðilegum þústum hólum, uns þau hverfa inn undir brúnir
jökulsins (fald jökulsins).
Hvernig geislarnir af rísandi morgunsól steypast yfír jökulinn, svo
alt stendur í undarlega björtu báli.
Útsýni yfir til fjalla hinumegin. Bak við öll þessi ótrúlegu drauma-
lönd býr hún. Það er eins og íjöll heimsins séu hér á samkomu á
einhverjum eilífðarfundi að ræða áhugamál sín, - fjöll með öllum
formum, strýtumynduð, klettafjöll, pýramíðar, háifþýramíðar, burst-
ir, þústir, jöklar, drángar, lengra burtu slétta, aðrir stórjöklar, eldfjöll,
og fjöll sem sýnast sem hvít létt ský á himninum, fjöll út í óveruleik-
anum. Yfir þessu hvílir slík goðheimatign, að skáldið þóttist aldrei
hafa séð neitt fegurra. (Mk IV, 3)
Hér er enn mörgu ofaukið, ekki vegna þess að það sé ekki vel sagt, heldur
vegna þess að það er of-skrifað, svo vitnað sé í fyrrnefnd einkunnarorð
handritsins. Langar útlistanir eru hér óþarfar, en við sjáum nýja nálgun í
handriti að Fegurð himinsins sem merkt er önnur versjón bókarinnar
fullgerð (þess ber að geta að strikað er yfir lokalínurnar þrjár, en að öðru
leyti eru útstrikanir auðkenndar einsog áðan):
þar sem hún, - bíður hans, fegurðin, sem á sólskinið að [ólæsilegt],
bíður hans, hún, takmark-séiafinnar og tilgángur - bíður skálds síns.
Hugsaðu um mig þegar þú ert í miklu sólskini, segir hún.
og-hann svarar: þú ert takmark sólarinnar og tilgángur, svarar hann.
Og fegurðin mun ríkja ein.24
Hér er búið að einfalda allt, en kannski um of; endirinn er samræða Ólafs
og Beru, önnur tákn bókarinnar hafa vikið. Sennilega komumst við ekki nær
því að sjá hvernig skáldskapur verður til en að bera þessi drög saman við þá
gerð sem prentuð var að lokum í Fegurð himinsins (263):
Barn hafði hann staðið í fjörunni við Ljósuvík og horft á landölduna
sogast að og frá, en nú stefhdi hann burt ffá sjónum. Hugsaðu um
mig þegar þú ert í miklu sólskini. Bráðum skín sól upprisudagsins yfir
hinar björtu leiðir þar sem hún bíður skálds síns.
Og fegurðin mun ríkja ein.
34
Starfsfólki Handritadeildar Landsbókasafns-Háskólabókasafns þakka
ég veitta aðstoð ogAuði Laxness einstaka greiðvikni við heimildaöflun í
þessa ritsmíð.
TMM 1998:2