Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 8
HALLDÓR KILJAN LAXNESS
forvitni mína meira en lítið, og bið ég þig þegar þar að kemur að láta fróðleik,
þó lítill sé, um Gísla ná til Vilmundar Jónssonar, sem mikið vildi forvitnast
af mér um Hrífunessfólk þegar ég kom frá Utah fyrir tveim árum. En svo ég
haldi ögn áfram með Þórð, þá sagði mér frændfólk hans það sem ég ekki
áður vissi, að hann hefði auk búskapar og smíða stundað múrsteinagerð af
þeirri tegund sem þeir nefna adóbí (adobe), grófúr múrsteinn úr leir og
blandaður hálmi, bakaður í sól, og hafður í grófar byggíngar. En svo góður
var múrsteinn Þórðar að allir sóttust eftir honum, og fjöldi byggínga er enn
í dag í Spánarforkssveit gerðar af múrsteini hans og standast húsa best. Mér
voru sýndar þessar húsbyggíngar og kom ég með fíngrunum við steinana
sem kallinn hafði hnoðað og bakað. Hann var svo þaulsætinn við múrsteina-
gerð sína að hann borðaði morgunverðinn sinn við kertaljós og sömuleiðis
kvöldverðinn sinn. Honum græddist fé á ýmsum fyrirtækjum, auk múr-
steinagerðar búskap, smíðum, jafnvel úrsmíði, og Ruby James frændkona
þín, sem ég hef skrifast á við, og er að mörgu leyti alveg einsog þú, hún sagði
mér að þegar hann var kominn til New Orleans (sjóveg frá New York) á leið
yfir eyðimörkina, þá settist hann þar upp um tíma og vann við úrsmíði,
innvann sér nær þúsund dollurum og varði því fé til að kaupa nautgripi að
hafa í nestið handa sér og samferðamönnum sínum yfir eyðimörldna. Hann
lét allt fé sitt gánga til þarfa annars fólks sem átti erfiðra en hann, og hús hans
var heimili vegalausra og snauðra íslenskra mormóna meðan þeir voru að
koma sér fyrir í fyrirheitna landinu, það var eitt þeirra ókeypishótela sem
stundum voru á íslandi, og oft fult lángtímum saman. Ég kom til frænku
þinnar Ruby, sem er mesta glæsikona og hefur fegurðarstofu, og á heima í
húsi sem hefur svip af fullkomnu brúðuhúsi bæði utan stokks og innan, eða
jafnvel ævintýrahúsi í myndabók frá 19. öld. Dóttir hennar nýgift, jafndigur
og móðirin, 19 ára, var þar í stofunni að dilla kornbarni sínu, önnur dóttir
gift í Salt Lake City (minnir mig), en sonurinn einn mestur hlaupagarpur í
allri Ameriku, var nýkominn heim úr 11 landa för með íþróttaflokki morm-
óna; þeir voru í Evrópu. Hann geingur auk þess mentaveginn. Ruby er
geysilega starfsamur mormóni, hefur ljótan málróm, en talar dálítið hátt
einsog þú, og með alveg svipuðu voltage í talinu og rekur aldrei í vörðurnar
þegar hún er að dýrðast yfir mormónismanum, sem hún gerir reyndar á
mjög skynsamlegan og sannfærandi hátt, en ég var hvað eftir annað rétt
farinn að hlæa, því hún er svo lík þér að mér fanst þú þar lifandi komin og
farin að prédika yfir mér mormónisma af gríð og ergi. Eftir nokkra stund
fanst mér þetta orðið svo óhugnanlegt, einna líkast því að farið væri jafnvel
að skríða á mig, að ég fór að aka mér í sætinu og búast til að fara (ekki vegna
þess að ég geti ekki með jafhaðargeði þolað endalausar mormónaprédikanir,
heldur af hinu, að þú skyldir vera tekin upp á þeim skratta að prédika þessa
6
TMM 1998:2