Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 156
RITDÚMAR
Kristín segir á fagran, ljóðrænan máta
sögu með hrollvekjandi undirtóni. Þetta
er saga af íjölskyldu sem hefur beðið
sálrænt og tilfinningalegt skipbrot og af-
leiðingar þess afhjúpast smám saman í
rás frásagnarinnar. En þetta er ekki eina
saga bókarinnar, í henni eru nefnilega
margar vistarverur sem hver um sig væri
efni í langa grein. Ég hef t.a.m. ekkert
rætt hið athyglisverða himnaríki sem lýst
er í bókinni, en sé sú himnavist sem okk-
ar bíður eitthvað lík því sem þar er lýst er
engu að kvíða.
Þótt þessari sögu sem ég hef gert að
umtalsefni (og vel má kalla „aðalsögu“
Elskan mín ég dey) sé miðlað í gegnum
hefðbundinn sögumann sem segir ffá í
1. persónu, er frásögnin að öðru leyti
fráleitt hefðbundin - enda hefði þá verið
um meiri háttar breytingu hjá þessum
höfundi að ræða. Bókin er samsett af
fjölmörgum köflum og kaflabrotum og
þótt sjónarhornið sé að mestu leyti hjá
Högna, eins og fram er komið, er frásögn
hans oft rofin. í slíkum „rofum“ fá orðið
aðrar persónur - á himni og jörðu - við
fáum t.a.m. texta sem kominn er úr
skáldsögu skrifandi engils, við fáum „að
heyra“ rödd mömmu af segulbandi sem
systurnar tóku upp áður en hún dó,
o.s.ffv. Hver kafli og hvert kaflabrot hef-
ur fýrirsögn sem lesandinn getur ráðið í
og látið víkka út merkingarsvið textans
ef svo býður við að horfa. Fyrirsagnirnar
eru „kapítuli útaf fýrir sig“ og það sama
má segja um ótal orðatiltæki, setningar
og klisjur um dauðann sem finna má í
gegnum alla ffásögnina. Þannig er sífellt
í frásögninni ítrekað grundvallarþema
hennar: „Þeir deyja ungir sem guðirnir
elska“. „Eins dauði er annars brauð“.
„Tíminn græðir öll sár“. „Enginn veit
hvað átt hefur fýrr en misst hefur“. Slík-
um setningum er stráð um textann og
einnig má benda á „grafskriftirnar“ sem
bræðurnir finna upp á til að setja á leg-
steina hinna ýmsu fjölskyldumeðlima
sinna, dauðra og lifandi. Segja má að
slíkar setningar sem tengjast dauðanum
á einn eða annan hátt séu í hlutverki
leiðarstefs sögunnar - spunnið út úr titl-
inum: Elskan mín ég dey.
Þessi skáldsaga Kristínar Ómarsdótt-
ur er endalaus brunnur hugleiðinga og
pælinga, svo er efniviður hennar ríkur og
djúpur. Síðast en ekki síst er ástæða að
ítreka hversu mikla lestrarnautn má hafa
af þessum texta, því aldrei áður hefur
Kristín sýnt slík tök á skáldskaparmáli
sem hún gerir í þessari bók. Stílverðlaun
hljóta að vera á næsta leyti.
Soffía Auður Birgisdóttir
Soffía leitar á Brynjúlf
Brynjúlfur frá Minna-Núpi: Saga hugsunar
minnar, um sjálfan mig og tilveruna. Hið ís-
lenska bókmenntafélag 1997.135 bls.
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi er
eins konar huldumaður í íslenskum bók-
menntum og menningarsögu, sem
menn hafa að því er virðist átt nokkuð
erfitt með að finna stað og jafnvel taka
alvarlega. í þriðja bindi hinnar lærðu og
efnisþrungnu íslensku bókmenntasögu -
sem verður vitanlega ekkert síðri þótt
sumir kunni ekki að taka gagnrýni - er
hann aðeins nefndur tvívegis og þá stutt-
lega, nánast í e.k. framhjáhlaupi; fá les-
endur það eitt að vita, að hann hafi safn-
að þjóðsögum. Þetta er mjög óréttlátt,
því mönnum átti að vera kunnugt, að
hann hafði tekið saman nokkur rit sem
telja mætti til „alþýðlegrar sagnfræði", og
er eitt þeirra a.m.k., Sagan afÞuríðifor-
manni og Kambsránsmönnum, gagn-
merkileg frásögn og þjóðlífslýsing, og
auk þess mun læsilegra en ýmislegt það
sem bókmenntamenn hampa ffá þess-
um sama tíma. Fyrir þessa sögu átti hann
vitanlega alla virðingu skilið. En það
virðist hins vegar hafa farið fram hjá
mörgum að Brynjúlfur hafði fleiri öngla
á sinni línu. Svo er nefnilega að sjá að
einungis fáeinir heimspekingar hafi haft
veður af því að hann var einnig höfundur
154
TMM 1998:2