Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 27
OFAR HVERRI KRÖFU
heim“ (Fegurðin, 163). Síðasta setningin er reyndar óbein tilvitnun í Bertolt
Brecht, sem í söng í Túskildingsóperunni („Das Lied von der
Unzulánglichkeit menschlichen Strebens", Söngur um bresti mannlegrar
viðleitni) segir: „Denn fúr dieses Leben / Ist der Mensch nicht schlecht
genug“ (orðrétt: Því fyrir þetta líf / er maðurinn ekki nógu vondur).10
Líkindin eru ekki tilviljun. Halldór er þegar á þessum árum upptekinn af
verkum Brechts, og í minniskompunni um Ljós heimsins skrifar hann hjá
sér punkta um tvær leiksýningar sem hann sér í Kaupmannahöfn 1936:
annars vegar Dauðasyndirnar sjö eftir Brecht, sem hann hrífst af, og hins
vegar leikgerð eftir ævintýri H. C. Andersens, Litlu stúlkunni með eldspýt-
urnar: „Siðspillt og viðbjóðslegt verk“ (Mk I).
Meðan Halldór er að vinna að Heimsljósi er hann jafnharðan að skrifa
eitt og annað hjá sér fýrir söguna um Jón Hreggviðsson, og 1. janúar 1937
skrifar hann: „Mottó fýrir sögunni um Jón Hreggviðsson. Ég bið að heilsa
Bert Brecht með þakklæti fyrir þessar línur: Denn fúr dieses Leben / ist der
Mensch nicht schlecht genug“ (Mk I). Það fór aldrei svo að þessi yrðu
einkunnarorð Jóns Hreggviðssonar, en hugsunin rataði inn í Heimsljós,
vegna þess að hún hjálpar höfundinum að höndla þá þverstæðu að fegurðin
sé mannleg, en ekki í mannlífinu.
Lesa tnikla lýrik. Línan frá Brecht minnir á að engin skáldsaga er ofin úr einni
saman hugsun, hvort heldur um samfélag eða fegurð, hún geymir líka brot
úr ótal öðrum textum, þeir geta orðið fegurðinni hráefni. Einsog við mátti
búast gekk Halldór skipulega að því verki. f kompunni þar sem hann leggur
drög að Fegurð himinsins brýnir hann sjálfan sig: „Lesa mikla lýrik undir
hreinritun Fegurðarinnar. Hölderlin, Stephan [svo] George, Verlaine,
Baudelaire - þýða fagrar myndir og nota þær íslandiséraðar“ (Mk IV, 48).
Ekki hef ég rekist á dæmi slíkra þýðinga, en Halldór hefur greinilega notað
ljóðlist umræddra höfúnda til að koma sér í rétt hugarástand. í minniskomp-
unni punktar hann mest hjá sér úr kveðskap Stefans George (1868-1933),
sem talinn er til helstu ljóðskálda þýskrar tungu, ekki síst í táknsæiskvæðum
sínum (til marks um skyldleika nefndra skálda má nefna að George þýddi
Baudelaire á þýsku). Halldór vitnar einkum til síðustu bókar hans, Das neue
Reich (1928), sem er reyndar ekki symbólísk, heldur meira í spádómsanda.
George er að sönnu maður formsins í ljóðlist sinni, rétt einsog Ólafur
Kárason, en það er meiri skyldleiki með viðfangsefnum en ljóðmyndum
Þjóðverjans og Halldórs. Hlutskipti skáldsins og sjáandans á stríðstímum er
George hugleikið, og kemur m. a. fram í kvæðinu „Der Krieg“ (Stríðið) sem
Halldór skrifar upp að hluta, en þar er til dæmis þessi lína: „Am streit wie
ihr ihn fúhlt nehm ich nicht teil“ (ég á ekki hlut í átökum einsog þið skynjið
TMM 1998:2
25