Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 57
HALLDÓR LAXNESS OG HÖFUÐSKYLDA RITHÖFUNDAR
tóm . . . Sá sem ekkert vill, vonar ekkert og óttast ekkert, hann getur ekki
verið listamaður."23
Dæmum af þessu tagi mætti lengi íjölga.
VI
Þegar þær kröfur verða háværar að rithöfundar finni sér „markmið“ og leiði
sitt fólk af stað til þeirra er verið að heimta af honum þjónustu. Þjónustu við
málstað, við hugsjón, þjóð eða stétt eftir atvikum. Mörg eru þess dæmi að
höfundar vilji í nokkru verða við slíkum kröfum - en fyrr eða síðar kemur
það á daginn, að það geta þeir aðeins gert á eigin forsendum. Rússneska
byltingarskáldið Majakovskíj er frægt dæmi um þjónustufúsan mann sem
lendir í ógöngum. Hann skal (og hefur reyndar krafist þess af sjálfum sér)
þjóna nýju samfélagi, gera málstað gagn - en hann þreytist á því oki sem þar
með er á hans herðar lagt. Og í uppgjörskvæði sem heitir „Talað við skatt-
heimtumann um skáldskap“ andvarpar hann:
Hvað,
ef ég er
leiðtogi fólksins
og jafnframt
líka þjónn þess?
(þýð. Geirs Kristjánssonar)
Majakovskíj tókst ekki að koma þessari þversögn heim og saman og varð
því ekki langlífur. Hinsvegar var lífssigur Halldórs Laxness ekki síst í því
fólginn, að honum tókst í reynd að verða í senn leiðtogi og þjónn síns fólks
- án þess að orð þyrfti um að hafa.
Afrek Halldórs mörg og stór má, ef vill, tengja við skylduboð hans sem
hér að framan hafa verið rakin. Hann hefur virt þau sjálfur. Hann skrifaði
eins og honum leist best - af þeirri þolinmæði og vandfysni sem þarf til að
um slíka sérvisku muni í heiminum. Þá skyldu að láta „aðra rithöfunda í
friði“ virti hann og sneri til mikils örlætis í garð samferðamanna eins og hver
maður getur skoðað í skrifum hans um Gunnar Gunnarsson, Davíð Stefáns-
son, Tómas Guðmundsson, Jóhannes úr Kötlum og fleiri íslensk skáld - og
bætti þar með stórum sambýlishætti á vettvangi íslenskra bókmennta. Með
margvíslegri gagnrýni á valdhafa og misfellur gaf hann verkum sínum
aukinn áhrifamátt og um leið þýðingarmikið fordæmi öðrum höfundum.
En þá er ótalið það afrek að verða í senn „leiðtogi og þjónn“ síns fólks,
íslendinga.
TMM 1998:2
55