Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 67
Pétur Gunnarsson
Af gjörningamanni1
(hraðferð um greinasöfn Halldórs Laxness)
Til hægri verka mætti hugsa sér starfsævi Halldórs með hliðsjón af Mikla-
hvelli - kenningunni um tilurð, feril og endalok alheimsins (sett fram af
Bandaríkjamanninum E. Hubble árið sem Alþýðubókin kom út og olli
aldahvörfum í alheimsfræðum). Samkvæmt henni varð alheimurinn til úr
óendanlega smáum, heitum og þéttum orkupunkti sem við sprengingu
þeytti frá sér orku í allar áttir sem ummyndaðist í vetrarbrautir, stjörnur og
reikistjörnur. Það er hið mikla og skyndilega orkuútstreymi sem vekur
hugrenningartengslin við Halldór, en greinarnar sem urðu til við upphaf
sprengingarinnar þeyttust út um allt þjóðfélag og varð ekki safnað saman
fyrr en í Af menníngarástandi (1986).
Hér eru á ferðinni sannkallaðir loffsteinar til þess fallnir að skekja íslenskt
samfélag stöðnunar, vana og sljóleika. Lausnar- og vígorðið er „Nútíminn",
það er „nútímamaðurinn" sem talar, hann er kominn til að lofta út í hinum
saggaða og dimma þjóðarmoldarkofa íslendinga. Landsmenn eru minntir á
upphafshlutverk sitt: að lifa hér háttsettu menningarlífi, að öðrum kosti sé
sæmst að koma sér í burtu, selja hólmann og gerast landeyður í viðráðanlegra
loftslagi. Það eru töluverðir þjóðflutningar í þessum greinum Halldórs, ýmist
færir hann alla þjóðina suður til Mexíkó eða sópar fólkinu af Hornströndum
og öðrum útkjálkabyggðum suður í margmenninguna. Hann rekur óspart
upp úr kjöllurum Reykjavíkur, úthlutar þriggja herbergja íbúðum á báða
bóga, skipar karlpeningi til rakarans og lætur þá bursta skóna sína og pressa
buxurnar, klippir á konurnar drengjakoll og dregur dár að húsmóðurhlut-
verkinu.
Þegar greinarnar vekja viðbrögð og frú Guðrún Lárusdóttir bregður
höfundinum um skort á lífsreynslu, svarar hann fullum hálsi: „Lífsreynsla er
eitt afþví svívirðilegasta sem nokkur maður getur öðlast.“2 Og í „Raflýsingu
sveitanna11 lýsir hann því yfir að það eigi að „skjóta þá sem eru á móti aukinni
menningu; það á að skjóta þá ígegnum hnakkann niðri í kjallara“?
Hingað til höfðu Vörður bæði og Morgunblaðið Iéð pláss undir þessar
flugeldasýningar og satt að segja vekur furðu hve lengi hinn herskái boðskap-
TMM 1998:2
65